Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 48
46
GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN
ANDVAHI
góðærinu 1924 og næstu árin þar á eftir bötnuðu mjög hagir þjóðarbúsins,
en ráðstafanir þáverandi stjórnar í gjaldeyris- og gengismálum ollu fram-
leiðendum og útflytjendum mjög miklum erfiðleikum, en þær ráðstafanir
voru meðal annars gerðar með hliðsjón af því, að nágrannaþjóðir okkar,
sem við drógum gjarnan dám af, höfðu hafið gengi mynta sinna til
þess gildis, sem þær höfðu haft fyrir stríðið. Það ástand, sem hin ís-
lenzka gengishækkun hafði í för með sér, leiddi til mjög harðra og jafn-
vel illvígra árása af hendi stjórnarandstöðunnar. Með öllu þessu fylgdist
Asgeir mjög vandlega, og þó að hann væri andstæður ríkisstjórninni,
skildi hann vel, hve erfið var aðstaða hins vissulega vitra og gætna fjár-
málaráðherra, Jóns Þorlákssonar, enda hafði Ásgeir kynnzt banka- og gjald-
eyrismálum almennt betur en ella sakir þess, að hann var á þingi 1925
kosinn í milliþinganefnd, sem gera skyldi tillögur um ný Landsbankalög.
I nefnd þessari voru, auk Ásgeirs, Sveinn Björnsson, þá hæstaréttar-
lögmaður, og alþingismennirnir Benedikt Sveinsson, Jónas Jónsson frá
Hriflu og Jakob Möller. Var Sveinn Björnsson formaður nefndarinnar,
en Ásgeir ritari. Nefndin skyldi athuga æskilegar hreytingar á starfs-
háttum bankans, og ekki sízt það, hvort samrýmzt gæti, að hann ann-
aðist hvort tveggja, seðlaútgáfu og almenna bankastarfsemi, enda var það
nú vilji margra ráðamanna, án tillits til stjórnmálaflokka, að hann tæki
við seðlaútgáfunni af Islandsbanka.
Þeir Sveinn Björnsson og Ásgeir fóru utan til viðtals við þjóð-
bankamenn á Norðurlöndum. Var þeim hvarvetna vel tekið og veitt öll
sú fyrirgreiðsla, sem mátti þeim að haldi koma. Þeir fengu í hendur lög
og nefndarálit og hvers konar skjöl, sem við komu rekstri bankanna og
skipulagi, og áttu viðtöl við bankastjórnir. Þá er þeir höfðu dvalizt í
Danmörku og Noregi, lögðu þeir leið sína til Svíþjóðar. Áttu þeir þar
viðtöl við bankastjórnina, en hún benti þeim á, að þeir mundu hafa mest
gagn af að ræða við Konjocknings, formann bankaráðsins. Sýndi hann
þeim frábæra lipurð og hjálpsemi. Hvatti hann eindregið til þess, að
Landsbankinn hefði á hendi seðlaútgáfuna, samhliða sinni almennu banka-
starfsemi. Væri það ráðlegast, að sá banki, sem væri eign ríkisins, færi
með hvort tveggja í fámennu landi, að minnsta kosti þangað til bönk-
unurn fjölgaði og hagvöxtur þjóðarinnar hefði vaxið að mun, þó að
slíkt fyrirkomulag væri ekki venjulegt. Að síðustu fóru þeir Ásgeir og