Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 62
PETER HALLBERG:
NJÁLA
MIÐALDAHELGISAGA ?
Fyrirsögn þessarar greinar vísar á frekar óljóst efni, sem dálítið erfitt
er að ná tökum á. Það má ef til vill tala um siðferðiskennd ákveðinnar Is-
lendingasögu, þ. e. a. s. eitthvert heildarsjónarmið, sem við hugsum okkur,
að gefi til kynna siðferðisviðhorf höfundarins, þó að það geti vel verið að
honum óvitandi; sjónarmið, sem við gerum ráð fyrir að hafi haft áhrif á sam-
tíma lesendur hans eða áheyrendur og þeir hafi skilið á nokkurn veginn
ótvíræðan hátt.
Þetta er rannsóknarefni, sem menn hafa lagt talsverða alúð við á síðustu
tímum. Vart liefur orðið tilhneigingar til að gera sem rninnst úr hinum svo-
kölluðu heiðnu hugmyndum í sögunum og leggja í staðinn áherzlu á, að þær
séu kristnar miðaldahókmenntir. Með öðrum orðum, hér hefur verið um að
ræða nokkurs konar endurskoðun á siðferðishugmyndum íslendingasagna. Einna
róttækastur í þá átt hefur Hermann Pálsson verið, en í riti sínu Art and
Ethics in Hrafnkel’s Saga (Khöfn 1971) reyndi liann að sanna, með mörgum
tilvitnunum í miðaldaguðfræðibækur, að Hrafnkels saga væri gagnsýrð af
kristnum kenningum.
Þetta er vissulega mikilvægt og forvitnilegt efni, sem kemur við kviku
ýmissa vandamála í sagnarannsóknum. Grein minni er ætlað að fjalla um sum
þessara vandamála. En það er auðvitað ekki hægt að draga allar Islendinga-
sögur í sama dilk, þar sem þær eru fjölbreytileg.ir. Þannig virðist t. d. Egils
saga Sk.illa-Grímssonar og Njála vitna um talsvert ólík viðhorf höfunda sinna.
En þegar ég hef kosið Njálu til að skýra sjónarmið mín, held ég, að það megi
réttlæta það með því, hve sjóndeildarhringur þeirrar sögu er víður, persónur
hennar og samhönd þeirra margslungin. Það mætti kannski vona, að ýmsar
ályktanir, sem dregnar verða af Njáhi, varpi nokkru ljósi yfir aðrar sögur líka.
Hverjar eru forsendur okkar fyrir rannsóknum á siðferðisviðhorfi Is-
lendingasagna og áhrifum þess á samtíma lesendur eða heyrendur? I fyrsta