Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 141
ANDVARI
IIUGUR OG HEIMUR GUÐMUNDAR FINNROGASONAR
139
Forn-Grikkjans Anaxímanders um, að stjörnurnar snúist um jörðu, og rekur
þau rök, er hníga að skoðun Anaxímanders.
„Athugun, tilgáta, sönnun eru vegur vísindanna," segir á 53. hls. Enda-
hnúturinn er fullmótuð kenning. — Næst ræðst Guðmundur í útskýringu, sem
var úrelt orðin 1911. Hann lýsir, hvernig komizt var að því, að ljós sé
bylgjuhreyfing með samlíkingu við hljóðbylgjur og vatnsbylgjur. Jafnframt
lýsir hann, hvers vegna kenningu Newtons um ljós sem straum smáagna var
hafnað á sínum tírna. Kenningar Alherts Einsteins höfðu árið 1905 koll-
varpað þeim hugmyndum klassísku eðlisfræðinnar, sem Guðmundur lýsir
hér, en hann virðist ekki liafa kynnzt kenningum Einsteins, enda voru þær
ekki orðnar alþekktar um þetta leyti. Ég get þess hér til gam.ins, að hið fyrsta,
er ritað var um afstæðiskenninguna á íslenzku, svo að mér sé kunnugt, var
grein í Skírni árið 1913 eftir Ólaf Daníelsson.
Nú eru tvær kenningar uppi um eðli ljóssins, og eru þær notaðar jöfnum
höndum við útskýringar. Annars vegar er litið á ljós sem agnir og hins vegar
senr öldur. Það kann að virðast mótsagnakennt, að ljós geti verið bylgjur og
agnir í senn. Svo er þó ekki, sé grannt skoðað, því að ljósið er ekkert annað en
sú skynjun í huga vorum, er vér nefnum ljós. Vér notum tvær ímyndir,
agnir og bylgjur, til að raða þessum skynjunum í rökrétt mynztur. Það er
engin þversögn. Etnishyggjumönnum, sem telja, að hlutirnir séu eitthvað í
sjálfu sér, óháð skynjun mannsins á þeirn, líður auðvitað meinilla af þessum
sökum. Á hinn bóginn skal viðurkennt, að frá fagurfræðilegu sjónarmiði væri
æskilegra að hafa eina kenningu en tvær.
Guðmundur lýsir þætti sundurliðunarinnar í rökhugsun og segir m. a.:
„Reynslubitndinn andi starir á fyrirbrigðið t heild sinni, án þess ab
greina atriði þess að, og er ráðalaus, ef hann hefir ekki séð eitthv.it
alveg satns konar áður. Rökvts andi hvessir sjónir á eitthvert sérstakt
atriði" (60. hls.).
Síðan er vikið að því, hvort dýr séu gædd rökhugsun, og sagt frá yrðlingi, er
beitti klókindum við að losa sig úr tjóðri. Ég sé ekki ástæðu til að leggja orð í
belg um skynsemi dýra, enda virðast mér umræður um það mál að mestu
orðhengilsháttur.
Kaflinn endar á klausu um andríki og tilgátur. Þar segir: „Vísindamað-
urinn getur ekki fremur en skáldið verið án neista af andríki'1 (63. bls.).
Þetta er spaklega mælt, og þó er sem andríkið sé mun nauðsynlegra vís-
indamanninum en skáldinu, því að skáldið sækir innblástur í umhverfið. Sköp-
unarverk vísindamanna, einkum stærðfræði, eru hins vegar sértæk. Veltur því allt