Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 83
ANDVAKI
ÁTRÚNAÐUR JÓNASAR OG RJARNA
81
I>ó fagurlagaðir limir
sé lagðir í moldu
og jörðu gæfi hún jarðar,
í jörðu er hún ekki!
tjár ei þess lifir í Ijósi
að leita í myrkri,
né þess hjá lifendum lifir
í landinu dauðra!
Hvergi í Ijóðum Bjarna gætir minnsta et’a um framhald lífsins eftir
dauðann.
Hann notar að vísu stundum daprar líkingar um dauðann, nefnir t.d.
„daprar dauðans dyr“ og að „ævisólin hafi gengið í dapran dauða sjó“. En þótt
sólin sökkvi í sjó, rís hún úr hafi á ný.
Eitt sinn er dauðanum líkt við sverð eða hjör, sem hafi fellt hinn andaða.
En líkur benda til, að Bjarni hafi þá einnig haft í huga lyfsteinana, er fylgdu
surnum sverðum eða fólust jafnvel í þeim, eins og getur í Flateyjarbók: „í
efra hjalti sverðsins voru læstir lyfsteinar þeir, er eitur og svíða drógu úr
sárum, ef í voru skafnir."
Oftast er undursimlega bjart yfir líkingum skáldsins unr dauðann. Dauð-
inn er vinur og ljósengill, „dýrasti vinur fíra“ og sá engill, allra vinur, sem
„aldrei bregzt alda sonum“. Elann færir menn úr fjötrum og er leiðin „til
friðsala himna" (Sigrúnarljóð).
Hve fegurst og einna lrægust er sú mynd, þegar Bjarni líkir dauðanum
við ljósmóður. Er það ósjaldan, en einna ógleymanlegast í kvæðinu Til móðnr
minnar:
Þá til heims fæðumst,
til harmkvæla móður
fóstrið ekki finnur.
F.n í ljós komið
kvöl það líður,
með tárum heilsar heimi!
Því ljóssins faðir
er þar ljósmóðir
og hjúkrar nýkomnu
himinbami.
Laugar það sjálfur
af saurindum heims
sá hinn kæri Kristur!
En til annars heims
öðruvísi
fer með fæðing vora,
kvelst þá fóstrið fyrst,
en komið í Ijós
hlær ámóti himni.
Þessar myndir rnunu seint fölna.
Enn eru ótaldar tvær líkingar, sem Bjarna eru ekki sízt tarnar í því sam-
bandi, er hér um ræðir.
Önnur er sú, að bann líkir dauðanum við fiðrildi, sem flýgur úr bíði
6