Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 36
34
GUÐMUNDUR GÍSLASON IIAGALÍN
ANDVARI
ræður sínar af snilli og kunni að túlka kristindóminn á þann hátt, að
hvenær sem hann messaði, var kirkja hans troðfull út úr dyrum — því
nær eingöngu af ungu fólki.
I Ryslinge, litlu þorpi á Fjóni, var lýðháskóli, sem í þennan tíma var
mikils metinn. Skólastjórinn hét Alfred Poulsen. Ásgeir skrifaði honum
og baðst vistar frá því upp úr jólum og fram í febrúar. Varð skólastjóri
fúslega við bón hans. I Ryslinge undi Ásgeir sér vel. Þar var mikið mann-
val og góð og hentug húsakynni. Þar sveif yfir vötnunum andi Grundt-
vigs gamla, sem orti innblásna sálma, ilutti eldlegar ræður í kirkjum og
á fjöldamótum, klippti og skarið af kertum Krists í miklum þorra danskra
kirkna og gerði manndóms og drengskaparanda íslenzkra fornbókmennta
að einum allra traustasta þættinum í líftaug menningarreisnar í fjölda af
sveitum og þorpum Danmerkur, hafði og reyndar ýmist bein eða óbein
áhrif á allt menningarlíf Dana og raunar um öll Norðurlönd.
Ásgeir hafði sótt um það til guðfræðideildar Uppsalaháskóla að fá
að koma þangað, þá er hæfist hið síðara háskólamisseri, en það var um
miðjan febrúar. Þangað fór hann svo frá Ryslinge og dvaldi þar til vors.
Og nú var síður en svo, að hann yrði fyrir vonbrigðum. Námi og kennslu
var hagað á allt annan veg en í Kaupmannahöfn og Reykjavík, og þótti
Ásgeiri sá háttur, sem þarna var á hafður, frjálslegri, skemmtilegri og
stórum hagkvæmari. Ásgeir fékk líka í Uppsölum tækifæri til að hlýða
á ýmsa ágæta fræðimenn, innlenda og erlenda, sem boðnir voru til erinda-
flutnings í háskólanum. I Uppsölum kynntist hann og náið tveimur
víðkunnum kirkjuhöfðingjum, hinum fjölvísa og marghæfa Nathan Söder-
blom, er hafði 1914 orðið erkibiskup í Uppsölum, og Manfred Björk-
quist, sem 1942 varð fyrstur rnanna biskup í Stokkhólnri, en var þó ekki
guðfræðingur. Söderblom var frægur fræðinraður og friðarhöfðingi, vann
vítt unr lönd að sanrstarfi allra kristinna trúarflokka utan Rónrarkirkj-
unnar og tókst að koma á nróti fulltrúa þeirra flestra í Stokkhólnri 1925.
Árið 1930 hlaut hann og friðarverðlaun Nóbels. Hann skrifaði fjölda
bóka, ekki aðeins á sænsku, heldur og frönsku og þýzku. Meðan Ásgeir
dvaldi í Uppsölum, sat hann á fyrir franr ákveðnunr vikudegi kvöldverðar-
boð hjá Söderblom, en þann dag var venja hans að taka á nróti erlendunr
gestum. Áður en Ásgeir fór heim, bauð Söderblonr honunr prestakall í
sínu erkibiskupsdæmi, en taldi æskilegt, að áður en hann yrði klerkur r