Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 86
84
ÁTRÚNAÐllR JÓNASAR OG BJARNA
ANDVARI
Trauðla mun angurs cfni
í einu að vita meira
er um lífsstundir lærðu
Leihniz, Kant og Fichte,
eður fara að finna
fjölvitringa dána
og hjá þeim ná að nema
það numdu þeir síðar.
Ki'íð ei að deyja frá dauða
og dag sjá kvöldlausan,
eður svo að sýkjast,
að sýkist þú ei oftar!
Að lokum dreg ég saman í örfáum orðum helztu trúarbragðahugmyndir
Bjarna Thorarensens að því leyti sem þær birtast í Ijóðurn hans.
Hann trúir á „Guð föður, skapara himins og jarðar“.
Guð er persónuleg vera, hátt hafinn yfir hið skapaða og býr á himni. Hann
er réttlátur, en fyrst og fremst algóður og vill, að börn hans nái sem fyllstum
þroska og lifi í andlegu samfélagi við hann þessa heims og annars.
Bjarni trúir á Jesúm Krist, eins og honum er lýst í Nýja testamentinu.
Einkum er honum hugstæður kærleikur frelsarans, sem hann er sannfærður
um að vér fullreynum í eilífðinni. Syndameðvitund hans virðist ekki verulega
sár, enda minnist hann lítið á friðþæginguna. En upprisa Krists er honum
dýrðleg staðreynd.
Fremur má segja, að skáldið neiti ekki kenningunni um Heilagan anda,
en að honum sé hún lífsþekking. Náðarmeðulin eru honum ekki heldur verulega
hugstæð, né kirkjan almennt talað, eða sanrfélag heilagra. A. m. k. flíkar hann
því ekki.
Hjartlólgnust og hugbundnust er honum trúin á eilíft líf. Hann er sann-
færður um, að allir lifa af dauðann og hverfa til himinbústaða. Þótt víst sé, að
allir verða að gjalda rangsleitni sinnar og illsku, bliknar minning þess í ljóma
fagnaðarins yfir sælunni, sem góðir rnenn rnunu njóta — og vonandi allir að
lokum.
Það er ljóst, að Bjarni Thorarensen brýtur engar nýjar brautir á trúmála-
sviðinu. En kvæði hans glæða trúartilfinninguna, og hann lýsir mörgum
trúarlærdómum með fögrum hætti. Við lestur trúarskáldskapar hans hefur
mörgum birt fyrir augum — og mun svo lengi vcrða.
Margt hefur verið rætt og ritað um Jónas Hallgrímsson. Því að það er um
hann eins og vorið. Hann er vinur og yndi allra, sem leita á fund hans, en
enginn lýsir honum til fullnustu. Og margur getur ekki hugsað sér íslenzkt
mál og íslenzka þjóðarsál án tungutaks og hugsunar Jónasar.
Æviatriði hans veit hver fulltíða íslendingur.
En hér verður ekki hjá því komizt að geta lítillega þess jarðvegs og um-