Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 139
ANDVARI
HUGUR OG I-IEIMUR GUÐMUNDAR EINNBOGASONAR
137
á greinargerð um skilning beztu manna á þeim tíma, er bókin var rituð, á
skynjunum cg hvernig þær greinast. Síðan víkur sögunni að hugtökum, og
sýnt er fram á tengsl þeirra við skýringarnar og bvernig bugtök eru ýmist
einfölcl cða samsett. Aftast í kaflanum stendur:
„Hugtökin eru Jiannig horf hugarins við hlutunum. AUt lmð á sér
greiðan aðgang að huga vorum, er hann kann tök á i hvcrt shiptiö.
Hitt fer löngum fyrir ofan garð og neðan" (33. hls.).
Hér virðist einungis átt við hlutbundin bugtök, þ. e. þau liugtök, er svara
beint til einbverra skynjana. Ég fæ ekki séð, að undir betta f illi sértæk bug-
tök, eins og t. ck hugtakið „bugtak". Hugtök eru ekki ldutir. Sértæk bug-
tök geti því ekki verið borf bugarins við blutunum. í rökfræði sinni segir
Ágúst Bj arnason:
„Ég ]mrf ekki að virða allan hlutinn fyrir mér, heldur get ég rdveg
eins vel telúð einhvern eiginleika hans út úr og húið til alveg sérstakt
hugtak handa honum" (12.-13. hls.).
Guðmundur gleymir þessari ætt bugtaka.
Víkjum að þriðja kapítula. Þar er fjallað um flokkun bluta með bug-
tökum og lýst, livernig vér öðlumst þekkingu á tilverunni með aðleiðslu og
bvernig hin svonefnda náttúrulög verða tik Síðan varpar Guðmundur fram
sígildri snurningu í beimspeki:
„En hvaða trygging er eða verður fengin fyrir hví, að slík regl i
haldist í framtíðinni, að f>au lög, er náttúran hingað til hefir haldið,
gildi um ókominn aldur?" (37. hls.).
Svarið við þessari spurningu getur aldrei orðið nema eitt: Vér böfum enga
tryggingu fyrir því, að tilveran haldi áfram að lilíta sínum gömlu, góðu lög-
málum. Hins vegar vitum vér, að svo lengi sem mcnn muna hefur tilveran
hlítt einum og sömu lögmálum og vér mennirnir miðað alla lifnaðarbætti
vora við það. Oss hefur vegnað vel í lífsbaráttunni. Gjarnan er sagt, að mað-
urinn sé herra jarðarinnar. Vér munum því balda áfram að treysta því í
blindni, að náttúruöflin gildi, þótt það sé engan veginn röknauðsyn. Þessa
trú vora nefnum vér aðleiðslulögmálið.
Guðmunclur bendir réttilega á, að athugun sé undirrót allra vísinda.
Atbugunin er þó ekki einblít, því að rnargt getur villt um fyrir atbugendum.
Sínum augum lítur bvcr silfrið. Vísindin leitast við að gera athuganir óbáðar
öllum buglægum þáttum. Virðist mér það skoðun Guðmundar, þó að hann
orði bana á annan bátt.