Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 47
ANDVARI
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
45
íirði. Var því haldið fram, að ekki hefðu verið lagðar frarn neinar sannanir
fyrir því, að þar ríkti neyðarástand, sem réttlætt gæti slíkt leyfi. Asgeir
spurði:
„Vilja menn híða eftir því, að fá beinagrindurnar sem fylgiskjöl?"
Talið var, að þessi orð hefðu bjargað málinu.
Á sama þingi urðu miklar umræður um stjórnarfrumvarp urn vara-
lögreglu, enda varð það hið mesta hitamál. Þá flutti Ásgeir merkilega
ræðu, rökfasta og lausa við geip og gífuryrði, en sem varð áreiðanlega þung
á metum. Hann sagði þar:
„Hæstvirtur forsætisráðherra segir að vísu, að gert sé ráð fyrir, að
það séu ekki brjálaðir menn, sem eigi að framkvæma lögin. En er það
ekki einnig siður óbrjálaðra ráðherra að óska ekki eftir víðtækari heimildar-
lögum en gert er ráð fyrir, að einhvern tíma þurfi að grípa til?"
I ræðulok fórust honum þannig orð:
„Hin rnikla varalögregla þessarar þjóðar, her hennar og floti, sem
hingað til hefur dugað, er dómgreind, drengskapur og ættjarðarást þeirra
rnanna, sem hafa sent okkur á þetta þing, hvort sem þeir eru íhaldsmenn
eða framsóknarmenn. Þeirri varalögreglu ber okkur að treysta hér eftir
sem hingað til.“
Svo senr áður getur, vaknaði hjá Ásgeiri áhugi á bankamálum al-
mennt, þegar hann var starfsmaður Landsbankans, og þá er hann var
kominn á þing og var kosinn í fjárhagsnefnd, sem hann átti jafnan sæti
í síðan, nema meðan hann var ráðherra, varð honum það að vonum
miklum mun ljósara en áður, hve bankamálin og þar með gjaldeyris- og
gengismál eru mikilvæg og vandmeðfarin. Eftir heimsstyrjöldina var um
skeið kreppuástand í landinu sakir verðhækkana á erlendum vörum
og lækkana á íslenzkum útflutningsafurðum, samfara tregum afla liins
að nokkru endurnýjaða togaraflota og brigðullar síldveiði. Á þessum árum
féll gengi íslenzkrar krónu gagnvart dönsku krónunni og þá einnig öðrum
gjaldeyri, og kenndu ýmsir þetta Þjóðbankanum danska, sem hefði verið
notaður sem tæki danskra ráðamanna til að hefna sín á íslendingum
fyrir að knýja fram sjálfstæði sitt. Fram að þessu mátti heita, að gengis-
skráning og gjaldeyrisviðskipti væru óþekkt fyrirbrigði, og margir áttuðu
sig alls ekki á því, að nú var íslenzka krónan sjálfstæð mynt fullvalda
ríkis og að gengi hennar hlaut að fara eftir mati á þjóðarhögum. Með