Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 186
184
HALLGRÍMUR JÓNSSON
ANDVARI
Khöfn, svo með <því gæti fengið að vita
yðar vilja hér um. Bólcin yrði rúmlega
400 blaðsíður í 4to. Ellegar ef yður þókn-
aðist lieldur, að eg uppskrifaði það af
sundurlausum kveðlingum séra Jóns sál.
Þorlákssonar, sem eg hefi getað yfirkom-
izt, andlegum og veraldlegum, sem þó
er nokkurt safn, því í einhverju langaði
mig til að geta verið yður til þénustu, ef
gæti, því það finnst mér þér eigið skilið.
Árferðissögur frá hólma vorum hafa
sunnanlandsskipin svo glögglega fært
yður, að eg get það ekki eins vel, því síður
bctur. Seinni hluti vetrarins varð hér um
pláss miklu harðari en hinn fyrri, hafís
og vorkuldar þar á eftir. Sumarið til höf-
uðdags frá sláttarbyrjun yfir höfuð þurrt
og kalt með iðuglegum næturfrostum.
Tún spruttu víðast í meðallagi og betur,
en cngjar og úthagi allvíðast í sáraumasta
lagi, nema í einstökum plássum, hvar
aldrei cr vant að bregðist grasvöxtur. Nýt-
ing heyja til höfuðdags hin bezta, en síðan
bág vcgna rigninga. I þessari sýslu hefur
orðið mjög slvsfarasamt á einstiökum
manneskjum hér og þar á sumri þessu á
ýmsan hátt, t. d. einn reið út í vaðleysu
á á og drukknaði, fjórir sköðuðust á Ijá-
um, cinn af exi, tveir af ryskingum, og
einn síðubrotnaði af byltu.
Fiskafli góður er hér nú fyrir Norður-
landi víða, en fáir geta sætt honum um
heyannatímann. Á hafísnum í vor var
drepin mergð mikil af útselakópum við
sjávarsíðuna.
Nafnkenndir lifa hér allir, en víða
stinga sér niður margbreyttir kvillar, sem
þó kalla fáa heirn í föðurlandið.
Skip eru nú að færa hingað dauða
Brctakóngs og óróafregn mikla frá Frakk-
landi, og mun það líklega hvort um sig
— ef satt er — hafa miklar aflciðingar.
Yður og yðar húsi óskar alls hins bezta
frá hcndi hinnar alvísu forsjónar
yðar þénustuskyldugur
elskandi vinur
Hallgrímur Jónsson.
Sveinsstöðum þann 28. jan. 1881.
Hæstvirti hcrra prófessor!
1 sumar scndi eg yður bréfmiða, cr eg
veit ei, hvort til skila komið hefir. í hon-
um gat eg þess, að eg hefði í hygeju að
senda yður Tilraun mína viðvíkjandi
prestatölu í hinu forna I-Jólastifti eftir
reformatiónina, og hefi eg að þessu rembzt
við að afskrifa hana, og fylgir hún m;ða
þessum, og vildi eg hún gæti þénað sem
þakklætis mcrki -—- en jiótt oflítið —
fvrir yðar margsinnis ítrckuðu velgjörðir
mér til handa, þar ei get þær á annan
verðugri hátt endurgoldið, cður sem eg
vildi. Hún varð víða alltof ólæsileg, þar
eg varð að grípa til — svo scm á hlaupum
— að skrifa hana, oft við misjafna skímu
gegnum hélaða glugga í þeim skörpu
frostum, scm hér liafa stundum í vetur
komið, einkum í nóvember. Flndirrót
hennar og mín niðurröðun á henni sést
af þeirn stutta formála, sem henni fvlgir.
Þó hefur mér á fjórum stöðum vfirsézt
í tilliti niðurröðunarinnar, þar eg ætlast
til, að það mesta, sem sagt vcrður um
hvern fyrir sig, sé þar tilfært, er hann
hefir seinast þjónað, og ætti það að lcið-
réttast þannig, að Erlendur Illugason á
Tjörn nefndur á að setjast að Undirfelli,
Ólafur Hjaltason á Vesturhópshólum á
að setjast að Laufási, Þorlákur Hall-
grímsson á Skinnastöðum í að sctjast að