Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1973, Síða 69

Andvari - 01.01.1973, Síða 69
ANDVAHI NJÁLA MIÐALDAHELGISAGA? 67 Þórhallur Ásgrímsson er önnur forvitnileg persóna, en hann birtist frekar seint á sögusviðinu. Hann hefur verið í fóstri með Njáli og „hafði numið svo lög að Njáli, að hann var inn þriði mestur lögmaður á íslandi" (279). Meðan á hinum flóknu málaferlum á alþingi eftir brennuna stendur, verður Þórhallur að halda kyrru fyrir í rúmi sínu í búðinni vegna fótarmeins. En þegar rnjög tvísýnt er orðið um málaferlin og flokkur hans virðist í yfirvof- andi hættu að tapa málinu, þá er sendur maður til Þórhalls til þess að fá ráð hjá honum eins og oftar áður á þessu þingi: En er hann heyrði þetta, hrá honum svo við, að hann mátti ekki orð mæla. Hann spratt upp úr rúminu og greip spjótið Skarpheðinsnaut tveim höndum og rak í gegnum fótinn á sér. Var þar á holdið og kveisu- naglinn á spjótinu, því að hann skar út úr fætinum, en blóðfossinn fellur og vágföllin, svo að lækur féll eftir gólfinu. Hann gekk þá út úr búðinni óhaltur og fór svo hart, að sendimaðurinn fékk eigi fylgt honum; hann fer þar til, er hann kom til fimmtardómsins (402). Til fyrsta andstæðingsins, sem hann rnætir, frænda Flosa, leggur hann spjóti og kastar honum af því dauðum. Þannig gefur hann merki um almennan °g blóðugan bardaga á þessum helga stað laga og friðar. En lesandinn finnur á sér, að þessi snöggu umskipti koma sem nokkurs konar lausn, alls ekki óvel- homin, frá hinum langdregnu málaferlum, eftir að lögkrókum hefur lengi verið beitt. Og Þórhallur er ekki lastaður fyrir ofsa sinn. Ég fæ ekki betur séð en það sé leynd aðdáun í lýsingu höfundarins á manninum; að minnsta kosti er ekkert, sem bendir í hina áttina. Hvaða siðferðismælikvarða á að leggja á Skarpheðin? Hann tekur þátt í drápi Höskulds, ásamt bræðrum sínum og Kára, og lýstur hann fyrsta högg- inu. Hann verður til að spilla möguleikum til sátta á alþingi eftir drápið með því að móðga suma höfðingja þar, svo að um munar. Hann eyðileggur þá niöguleika endanlega með því að svívirða Flosa líka, þegar samkomulag virð- ist blasa við fyrir orð og aðgerðir Njáls föður hans og annarra góðra tnanna. Síðasta afrek hans sem bardagamanns var að kasta í brennunni að Eergþórshvoli jaxli í auga Gunnari Lambasyni, svo að þegar lá úti á kinninni, en jaxlinn hafði hann höggvið úr Þráni Sigfússyni, þegar hann renndi sér að honum fótskriðu forðum á Markarfljóti og hjó til hans með öxinni, „og kom í höfuðið og klauf ofan í jaxlana, svo að þeir féllu niður á ísinn“ (233). Hver er afstaða höfundarins til þessa óróaseggs og manndrápara, sem er í ílestum hlutum bein andstæða Njáls föður síns? Við mætum Skarpheðni í síðasta skipti, þar sem hann stendur uppréttur dauður, „ok voru brunnir fætur af honurn mjög svo neðan til knjá", en augu hans „opin og óþrútin", og „hafði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.