Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1973, Síða 30

Andvari - 01.01.1973, Síða 30
28 GUÐMUNDUR GÍSLASON IIAGALÍN ANDVAHl til aS kynnast hinum einstæða framfara- og framkvæmdamanni, Jóni Bergssyni á Bgilsstöðum. Fannst Ásgeiri mjög mikið koma til vitsmuna lians og viðhorfa við mönnum og málefnum, um leið og hann undraðist, hverju hann hafði til leiðar komið. Þá hafði Ásgeir farið gangaridi í hryðjuhaust- veðri alla leið frá Reykjahlíð við Mývatn til Akureyrar. Hann kom i vondu veðurútliti um miðjan dag að Hálsi í Fnjóskadal til séra Ásmundar Gíslasonar. Aftók prestur, að hann færi lengra fyrr en næsta morgun. Sat prestur síðan og ræddi við Ásgeir, fyrst um alla heima og geima, en síðan einkum hlutskipti og hlutverk íslenzkra presta fyrr og síðar. Trúði Ásgeir honum fyrir því, að hann hygðist nema guðfræði og hefði helzt í hyggju að gerast sveitaprestur. Var svo að heyra sem séra Ásmundur fagnaði því, og þótti Ásgeiri mikils um vert fróðleik hans og heilhrigða skynsemi. Á Akureyri átti Ásgeir auðvitað góðu að mæta, því að þar var þá fyrir ljósa hans og frænka og bóndi hcnnar, Bjarni bankastjóri, vel gefinn maður, fróður vel og auk þess skemmtilegur. Ásgeir hafði einnig kynnzt nokkuð Suðurlandi, þar eð hann hafði farið landveg vestur til Reykjavíkur frá Vík í Mýrdal, og þar liafði sitthvað orðið honum eftirminnilegt — og þá ekki sízt hinar miklu andstæður, feikna víðáttumikið og framtíðavvænlegt gróður- lendi og ögrandi og svartir foksandar, en af hinum mörgu elfurn hin fúla fordæða, Jökulsá á Sólheimasandi. Hann hafði því séð, þegar hér var komið, allmikið af landi sínu og gert sér ljósa grein fyrir fegurð þess og gæðum. Fangaði hann því nú til að endurvekja kynni sín af Mýrunum, sem ávallt höfðu, hvert sem hann fór og hvað sem hann sá og reyndi, verið honum ríkar í liuga til viðmiðunar og samanhurðar. Hann réðst svo sumarið sem harin varð stúdent vestur í Knarrarnes, og þangað lá einnig leiðin eftir fyrsta veturinn í guðfræðideildinni. Og víst var náttúran þar söm við sig og fólkið gott sem áður, en lífsskilyrðin höfðu breytzt til hins lakara, og jókst það ár frá ári. Togararnir voru nú ýkjalangt á veg komnir í að gera þar ólíft nema á notadrýgstu hlunninda- jörðum og þeim af hinum, sem áttu liezt engjalönd og hithaga. Jafnvel smáhændur, sem höfðu komizt vel af, urðu að hrökklast af hýlum sínum, og auðsætt var, að unga kynslóðin ætti ekki nema að mjög litlu leyti skilyrði til að fylla í skörðin. Ásgeir hafði komið til Vestmannaeyja á leið austur í Vík, en ekki hafði hann haft náin kynni af eyjunum nema af frásögnum móður sinnar,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.