Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1973, Page 45

Andvari - 01.01.1973, Page 45
ANDVARI ÁSGEIR ÁSGEIRSSON 43 komið að vitja nafna síns, enda jukust nú ágjafirnar, snöggar og hraðar hreyfingar farkostsins og ægileg hljóð storms og sjávar. En Jón hafði ekki fyrr stungið höfðinu upp en sjór helltist ofan í klefann, svo að Jón lirökk öfugur niður, drifvotur niður á bringu. Hann kvað sér bráð- ófært aftur eftir til nafna síns, enda færi fleytan meira neðan sjávar en ofan. „Eg vissi það sosum alltaf,“ sagði hann síðan með hægð, ,,að við mundum drepa okkur í þessari ferð.“ Hann þagnaði andartak, en mælti svo með sönru hægðinni: „Heyrðu, Asgeir, hvernig er það með hann Sigurð Eggerz? Hefur hann nokkuð að lifa á, síðan þeir kipptu undan honum Islandsbankanum?" Ásgeir kímdi, og Solveigar-Jón brá við hart og sagði hátt og rösklega: „Ekki veit ég, hvernig sá sjómaður er gerður, sem ekki þykist full- sæmdur af að kjósa þig á þing.“ Ásgeir reyndist þegar á framboðsfundunum haustið 1923 með af- hrigðum snjallur og laginn jafnt í sókn sem vörn, og komu þá strax fram þau einkenni hans sem ræðumanns, er dugðu honurn svo í málasennum, að jafnvel slyngustu andstæðingunr reyndist síður en svo dælt við hann að etja. Hann var jafnan næmur á það, hvernig ræður andstæðinga verk- uðu á fundarmenn, og hann gekk þess aldrei dulinn, hvar Jreir gáfu á sér höggstað. Stór orð notaði hann ekki, en var fundvís á þau, sem af- vopnuðu harðsækinn og gífuryrtan andstæðing. Hann var sérlega hnytt- inn, og var ekki ótítt, að andstæðingur ylti sjálfur um þau kefli, sem áttu að verða honum að falli. Hann var meinlegur, en ekki rætinn, og ætti hann við prúðan mann og fiman í orðaskiptum, jókst honum virðu- leiki í ræðustól. Vopn hans virtust oft þannig, að hinn bitrasti brandur sýndist fáguð stofuprýði, en valurinn bar þess merki, hversu bitið hafði eggin. Hin sömu aðaleinkenni báru ræður hans á þingi, en þar þótti þegar mjög athyglisvert, hve sjaldan hann tók til máls. Á þinginu 1924 flutti hann aðeins 15 ræður, og að forsetum frátöldum tóku einungis tveir þing- menn sjaldnar til rnáls. Ásgeir ræddi yfirleitt ekki þau smámál, sem mörgum öðrum þingmönnum verður gjarnan tíðrætt um, og var hann þó flestum fremur þaulsætinn á þingfundum. Það voru stórmálin, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.