Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1973, Page 68

Andvari - 01.01.1973, Page 68
66 PETER HALLBERG ANDVARI jafn kristinn maður og Sturla. En hann vissi, að hann var að skrifa um aðra öld og aðra siði. Hann var höfundur með tilfinningu lyrir hlutföllum og stíl. En hvað um skoðanir og siðferði annarra aðalpersóna, viðriðinna atburð- ina kringum Bergþórshvol? Að því er Flosa varðar, þá veit hann afar vel, að hann og menn hans eru að fremja níðingsverk, þegar þeir ætla sér að brenna fólk inni: „Eru nú tveir kostir, og er hvorgi góður: sá annar að hverfa frá, og er það vor bani, en hinn annar að bera að eld og hrenna þá inni, og er það þó stór ábyrgð fyrir guði,- er vér erum kristnir sjálfir.“ Samt lýkur hann þessu ávarpi sínu með orðunum: „En þó munu vér það bragðs taka“ (328). Þegar allt er um garð gengið, segir maður við hann: ,yÞér hafið mikið stórvirki unnið.“ Flosi svarar: „Bæði munu menn þetta kalla stórvirki og illvirki,“ og hætir við: „Og þó má nú ekki að hafa“ (334). Að því er bezt verður séð, iðrast hann ekki þessa illvirkis; hann varð að gera það, sem hann gerði. Og þrátt fyrir aðdáun sína á Njáli og fjölskyldu hans, lætur höfundurinn ekki í ljós neina vanþóknun á Flosa. Flosi heldur stöðu sinni sem geðfelld persóna til söguloka, en þar hverfur hann á gamals aldri á leið til Islands frá Noregi: „og hefir til þess skips aldri spurzt síðan“ (463). Eftir brennuna er honum einu sinni lýst á þennan hátt: „Flosi var allra manna glaðastur ok beztur heima að hitta, og er svo sagt, að honum hafi flestir hlutir höfðingligast gefnir verið“ (419). Ennfremur er sagt um Flosa: „Hann var svo vinsæll af sínum mönnum, að hann hafði þar vöru að gjöf eða láni, sem hann vildi“ (427) - vissulega sterk meÖmæli í íslendingasögu. Kári Sölmundarson er aðalhetjan í lokaþætti sögunnar, eftir brennuna. Hann er „skapdeildarmaður“ (226) í augum Njáls, tengdaföður síns. Meira að segja andstæÖingur hans, Flosi, er fullur aðdáunar á honum: „Fám mönnum er Kári líkur, og þann veg vilda eg helzt skapfarinn vera sem hann er“ (422). Kári er líka sagður „allra manna vinsælastur" (443). En þessi skapdeildar- maður heldur ekki gerðar sættir eftir hrennuna að Bergþórshvoli. f staðinn heldur hann áfram að drepa brennumenn upp á eigin spýtur. Meðal annars hleypur hann í skála Sigurðar jarls í Orkneyjum og hálsheggur þar mann af slíkum ofsa, að höluðið „fauk upp á horðið fyrir konunginn og jarlana“ (443). Á sama hátt leikur hann annan msnn, síðasta fórnardýr sitt meÖal brennu- manna, meðan sá er að telja silfur sitt: „og nefndi höfuðið tiu, er af fauk bolnum“ (461). Við hevrum ekki eitt einasta brigzlyrði um þennan einlæga manndrápara og einkablóðhefnd hans, hvorki frá- höfundinum né frá neinum öðrum persónum sögunnar. Á siðferðislegan mælikvarða sögunnar sjálfrar og þá væntanlega mælikvarða höfundarins er Kári vafalaust sönn hetja.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.