Andvari - 01.01.1973, Qupperneq 22
20
GUÐMUNDUR GÍSLASON IIAGALÍN
ANDVAlíI
Þó að hann ynni í Knarrarnesi með ljúfu geði hvert það verk, sem
fyrir lá — og nyti þess að finna sér aukast þrek og seiglu með hverju árinu,
sem leið, hló honum jafnan hugur í hrjósti, þegar Asgeir bóndi kvaddi hann
með sér til veiðiskapar, en það var mjög oft, sem hann valdi hann einan
í slíkar ferðir. Mikill veiðihugur var í hinum unga manni, en það var
fleira, sem veitti honurn nautn og varð honum eftirminnilegt, þá er þeir
nafnar voru einir saman á sjó. Ásgeir bóndi þræddi allar krókaleiðir jafn-
auðveldlega og troðningana milli húsa, og hann sagði nafna sínum svo
greinilega til um allt, sem gefa þurfti gætur að til að forðast grynningar og
hoða, að Asgeir Asgeirsson sagði á efri árum sínum, að hann héldi sig
mundu enn rata hina ósýnilegu stigu allt vestan úr Þormóðsskeri og austur
í Knarrarnesvör. Þá þótti honum og ærið athyglisvert og allt að því furðu-
legt, hve vel Ásgeiri hónda tókst að hnitmiða smábletti á botni sjávar, þar
sem frekast var von heilagfiskis. Loks var það selveiðin. Útselur sótti upp
að Mýrunum á sumrin, lónaði þar á sundum og vogum eða sólaði sig á
skerjum og töngum og var oft ærið var um sig, enda þá hvekktur á þeim
kynjaverum, sem fleyttu sér á hreifalöngum ferlíkjum urn sjóinn eða lágu
í leyni í hólmum og nesjum. Ásgeir hóndi var afar ráðkænn við selveiðina
og frábær og rómuð skytta. Ef selur er dauðskotinn á floti, er ekki íryggt,
að hann fljóti, nema sá, sem skotið hefur, hafi hleypt af á því augnabliki,
sem selurinn hefur fyllt lungun af lofti í þann veginn að stinga sér. Einu
sinni skaut Asgeir bóndi, þegar nafni hans var í för með honum, þrjá
stóra útseli, en kom aðeins að landi með tvo, þar eð einn hafði sokkið.
Þegar hann hafði sagt konu sinni, hver fengurinn hefði orðið, mælti hún:
„Nú, hvað er þetta? Ég heyrði þrjú skot.“ Svo var hún vön því, að
ekki brygðist bónda hennar hogalistin.
Margra karla og kvenna minntist Asgeir þakksamlega frá veru sinni í
Ivnarrarnesi, og var einn þeirra Jón Bjarnason, hróðir húsbóndans. Hann
var einhleypur og dvaldi jafnan á föðurleifð sinni. Hann hlýddi ávallt
á samræður við merka op fróða gesti, en lagði lítt eða ekki til mála. Þegar
o o 7 o o
þeir svo voru einir saman, hann og Ásgeir Ásgeirsson, runnu upp úr Jóni
löng samtöl fyrirmanna frá liðnum tímum, að því er Ásgeiri virtist orð-
rétt. Þessa minntist hann jafnan, þegar fræðimenn drógu mjög í efa í ræðu
eða riti geymd atburða og orðaskipta frá þeirn tímum, sem fátt truflaði hugi