Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 9
5
tínmm Napóleons, var ekki að búast við miklum framförum
á þessum sviðum. A Vínar-fundinum 1814—1815 var þó gerð
að allmiklu leyti ný rikjaskipun í álfunni, sem lialdizt hefur
í verulegum atriðum, þar til friðarsamningarnir eftir styrj-
öldina miklu voru gerðir 1919, nema um Ítalíu og Þýzka-
land. Þá voru settar reglur um metorð sendimanna ríkja,
þrælaliald fordæmt og viðurkennt farfrelsi um fljót, er ura
fleiri lönd renna en eitt. Þá gerðu flestir þjóðhöfðingjar álf-
unnar með sér samband, er nefnt var „heilaga sambandið“
og bafði það hlutverk, að halda uppi því skipulagi, er ákveð-
ið var á Vínar-fundinum.
Eftir miðja 19. öld má segja, að verulega tækist samvinna
um skipulag þjóðarréttarins og' um önnur efni, er skipti ríkja
varða eða alþjóðamálefni. Um herréttinn hafa ýmsir samn-
ingar verið gerðir, er flest ríki hafa skuldbundið sig til að
fvlgja. Má þar til fvrst nefna Parísarsamninginn 16. aprí 1
1856 um sjóstyrjaldir. Þá var afnumin beimild ríkja, sem í
styrjöld eiga, til að löggilda einstaklinga til að taka hernámi
skip óvinaríkis (,,kaperí“), friðhelgi eigna einstakra manna
í sjóstyrjöld viðurkennd, nema bannvara sé eða í skipi óvina-
rikis, og mælt, að herkvíun (,,hlokade“) skuli eigi teljast lög-
mæt, nema þess sé almennt kostur því riki, er leggur hana á,
að taka skip, er brjóta liana. Síðan kemur Genfar samningur-
inn, um hjúkrun sjúkra og særðra í stríði, frá 22. ágúst 1864
(„Rauði krossinn"), og' Pétursborgarsamningurinnfrá 11. des.,
1868, um notkuu ákveðinnar tegundar sprengikúlna í ófriði.
Þá má næst nefna samninga um berréttinn, er gerðir voru á
friðarfundunum í Haag 1899 og 1907. A fyrra fundinum voru
gerðar ákvarðanir um gerðardóm i deilum milli rikja, um
landbernað og um notkun Genfarsamningsins í sjóstyrjöld.
A síðara fundinum voru mjög margar ákvarðanir gerðar,
þar á meðal um gerðardóm í deilumálum milli rikja, um
styrjöld á landi, um réttindi og skyldur blutlausra ríkja í
styrjöld á landi o. fl. Þótt ákvarðanir Haagfundanna hafi
ekki náð staðfestingu allra ríkja, þá hafa þær haft allmikil
áhrif á framferði ríkja í stvrjöldum síðan. Loks gerðu stór-
veldin öll ákvarðanir um stvrjöld á sjó í London 1909, nokk-
urskonar bálk um sjóstyrjöld.
Þá má nefna milliríkjaákvarðanir um samgöngur. Þar til
niá nefna almenna ritsimasambandið, er stofnað var í París
15. maí 1865, og almenna póstsambandið, stofnað í Bern 9.
okt. 1874, og síðan gert að alþjóða póstsambandi í París 1.