Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Síða 15
11
og knýja hann til að fullnægja skuldbindingum sínum. Ef
bandalagið skyldi þurfa að fara í stríð, skj'ldi það nefna yfir-
liershöfðingja. A friðartímum skvldi takmarka vígbúnað, og
leynilegar ráðagerðir milli ríkja skyldu fordæmdar. Eftir
þessu eru ýms atriði svipuð í tillögum Saint-Pierre og í sátt-
mála Þjóðabandalagsins, eins og síðar mun sjást, og eru þó
tillögur lians að ýmsu leyti frjálslegri en ákvæðin í sáttmála
Þjóðabandalagsins. En tíminn var þá ekki kominn til þess,
að tillögum þessum væri sinnt.
Enski spekingurinn Jeremy Bentham samdi 1789 tillögur
um friðarmálin. Hann vildi láta rikin gefa upp nýlendur sín-
ar, því að þær væru og vrðu jafnan þrætuepli milli þeirra.
Hann vildi láta ríkin koma upp löggjöf um fullkominn
þjóðarétt. Skyldi draga úr vígbúnaði, en allar deilur milli
ríkja skyldu fara í gerðardóm. Sá, er ekki blýðnaðist dóms-
úrlausn, skyldi að ákveðnum tíma liðnum settur í bann ann-
ara ríkja, enda skyldu þau knýja liann með valdi til lilýðni.
Loks skal geta þýzka spekingsins nafnfræga Immanuel
Kants, er skráði 1796 rit, er hann nefndi „Zum ewigen Frie-
den“ („Um ævarandi frið“).
Hann taldi, að skilyrði ævarandi friðar væri meðal annars
það, að lýðræðisskipun vrði gerð á stjórnarháttum hvers
rikis. Þjóðaréttinn skyldi grundvalla á samkomulagi slíkra
frjálsra þjóða. Stvrjöld skj’ldi aldrei befja, nema það mál
væri borið undir þegnana áður. Revnslan liefur nú sýnt,
að lýðræðisstjórn svo kölluð hefur ekki getað afstýrt styrj-
öldum. Að vísu liefur það mál víst aldrei verið borið undir
/)jóðaratkvæði, en þingin, sem kosin hafa verið af þjóðun-
um, hafa jafnan samþykkt stvrjaldirnar og veitt fé til þeirra.
Múgurinn befur jafnan verið æstur upp til styrjaldar, áður
en og um það bil, sem þær liafa verið b}Trjaðar.
Þótt engum af bugmyndum þeim, sem nefndar liafa verið,
væri sinnt, er þær komu fram, þá liafa þær samt gert sitt
gagn. Bæði þær og kenningar upplýsingatímans á síðari hluta
18. aldar liafa brevtt skoðunum manna á ríkisvaldi og rétti.
Hvortlveggja skvldi nú byg'gja á siðferðislögmálum, í stað
þess að áður var mjög svo ríkjandi kenning Macchiauetli lians
ítalska, að í raun og veru væri allt levfilegt til þess að koma
fram málum eins ríkis á kostnað annara. Þó að þessar bug-
mvndir upplýsingatimabilsins ættu erfitt uppdráttar á tím-
um Xapoleons og' síðan fram yfir miðja 19. öld, þá má þó
telja þær undanfara friðarbreyfingarinnar, sem tekur að ná