Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Page 18
14
sjálfstæði og landi sínu óskertu. Ýms frumvörp voru gerð,
sum fyrir stríð, um skipulag þjóðabandalágs, bæði að
tilhlutun ríkisstjórna og af einstökum mönnum eða félögum,
sem liöfðu tekið að sér friðarmálin. Bæði enska, frakkneska
og ítalska stjórnin höfðu látið gera frumvarp að skipulagi
væntanlegs þjóðabandalags, svo og Wilson Bandaríkjaforseti.
Einnig bafði þýzka stjórnin látið gera samskonar frumvarp.
Svo Iiöfðu og stjórnir nokkurra blutlausra ríkja látið gera
slíkt liið sama, Norðurlandaríkin þrjú, Danmörk, Noregur og
Svíþjóð í félagi, Holland og Svissland. Frumvörp af liálfu
ríkisstjórna lágu fyrir friðarfundinum í París 1919, alls ellefu.
En alls er kunnugt um 51 slikt frumvarp, og hafa vist verið
fleiri. Cr þessu átti nefnd su, er gerði tillögur um skipulag
þjóðabandalagsins á friðarþinginu, að vinna.
II. Andstæðingar Miðveldanna (Þýzkalands, Austurríkis,
Búlgariu og Tyrklands) í styrjöldinni miklu efndu til sam-
komu í París í jan. 1919 til þess að ganga frá væntanlegum
friðarsamningum. Ríki þessi voru 32 talsins, að Indlandi og
nýlendum Breta meðtöldum. 25. jan. 1919 ákvað þingið að
gera sáttmála um stofnun, skipulag og starfsemi þjóðabanda-
lags, og að sá sáttmáli skyldi verða einn hluti friðarsamning-
anna. Þetta atriði liafði þó mætt allmikilli mótspyrnu, en
Wilson hélt því fast fram, að svo skvldi vera, og sú krafa
náði að lokum einróma samþykki. Taldi Wilson hvorttveggja,
að slíkt bandalag þjóðanna væri nauðsvnlegt til þess að halda
uppi þeim friðar- og réttlætisákvörðunum, sem hann ætlað-
ist til, að yrðu í friðarsamningunum og liann liafði sett fram
í „14 punktum" sínum og víðar, og svo þóttist liann sjá, að
hæpið væri, að nokkuð vrði úr stofnun ])jóðabandalags, ef
það mál væri ekki samtvinnað friðarsamningunum, 27. jan.
1919 var það ákveðið, að stórveldin finnn, Bretland, Banda-
rikin, Frakkland, Ítalía og Japan, hefðu tvo fulltrúa hvert í
nefnd, sem setl var til að undirbúa málið fyrir friðarþingið.
Auk þeirra fengu önnur níu ríki, Belga, Brazilía, Ivina, Portú-
gal, Serbia, og síðar Grikkland, Pólland, Rúmenía og Tjekko-
Slóvakía, sinn fulltrúann livert, svo að nefnd þessi var að
lokum skipuð alls nítján fulltrúum. Wilson var kjörinn for-
maður nefndarinnar. Þegar á fundi friðarþingsins 14. febrú-
ar skilaði nefndin frumvarpi að sáttmála þjóðabandalagsins.
Og fóru þá fram umræður um frumvarpið og var það nú
birt opinberlega og vakti vitanlega mikla athygli hvarvetna.
Þar eftir fór AVilson aftur heim til þess að hitta ameríska