Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 19
15
stjórnmálamenn og' ræða við þá tillögur nefndarinnar um
þjóðabandalagið. Kom þá í ljós, að áhrifamenn þar höfðu ým-
islegt við þær að atliuga, einkum það, að slá yrði varnagla
ujn gildi hinnar svonefndu Monroe-reglu, er lýsir því yfir, að
Ameríka sé fyrir Ameríkana og að riki annara heimsálfna
blandi sér hvergi i mál Ameríku-ríkja. Þessar athugasemdir
tók Wilson til greina og félck meðal annars tekið i sáttmál-
ann ákvæði um gildi Monroe-reglunnar (21. gr.). Meðan
Wilson var fjarverandi, liafði orðið samkomulag um það, að
gerðir vrðu bráðabirgða samningar, er þó skyldu liafa að
geyma öll ákvæði hinna eig'inlegu friðarskilmála, en sátt-
málinn um þjóðabandalagið skyldi geymdur til betri tíða.
Wilson skírskotaði lil sajnþykktarinnar frá 25. jan. og' liafði
kröfu sína enn að nýju fram um það, að bandalagssáttmálinn
jTrði einn hluti friðarsamninganna.
Ríki þau, sem höfðu haldið sér lilutlausum í styrjöldinni,
laöfðu óskað að taka þátt í ákvörðunum um skipulag þjóða-
bandalagsins. Og þessi ósk var tekin til greina að nafninu til,
því að þeim 13 ríkjum, sem að lokum var boðiu þátttaka i
sjálfu Þjóðabandalaginu, var veittur kostur á að koma á
fund 20. og 21. marz með 6 manna undirnefnd úr 19 manna
Þjóðabandalagsnefndinni og láta uppi álit sitt og tillögur.
En að mjög litlu leyti voru athugasemdir frá hlutlausu ríkj-
unum teknar til greina.
A fundi friðarþingsins 28. april var síðan frumvarp að
sáttmála bandalagsins lagt fram með þeim breytingum, sem
19 manna nefndin liafði komið sér saman um síðan 14. febr.
1919. Eftir þetta revndi þýzka stjórnin að liafa áhrif á efni
sáttmálans, enda sendi hún 9. maí 1919 athugasemdir sínar
við sáttmálann og frumvarií, er bún liafði látið gera að sams-
konar sáttmála, en fékk engu um þokað. Síðan var sáttmál-
inn settur í upphaf friðarsamninganna sem I. kafli, bæði
þeirra, er Þjóðverjar undirskrifuðu 28. júní 1919 í Versailles,
friðarsanminganna við Austurríki i St. Germain- en -Laye
10. se^jt. s. á., friðarsamninganna við Búlgaríu í Neuilly-
sur-Seine 27. sept. s. á. og' við Ungverjaland í Trianon
4. júní 1920. Sama var um ákvæðin um verkamálin og
vinnumálaskrifstofuna. Þau urðu XIII. kafli allra þessara
samninga. Þar á móti var hvorki sáttmáli Þjóðabandalags-
ins né kaflinn um verkamálin settur í friðarsamningana
við Tyrkland, sem gerðir voru í Lauzanne og undirritaðir
24. júlí 1923.