Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Side 25
21
stjórans innan þessa tíma. Þeir geta þá að vísu sagt sig úr
bandalaginu, en þá fer um úrsögnina eftir 3. málsgr. 1. gr.
sáttmálans. En hún gildir ekki um göngu úr því eftir 26. gr.,
eins og hún er nú, og' ekki lieldnr eftir lienni, eins og hún
verður, ef hreytingarnar á lienni skyldu öðlast gildi.
Þegar breyting á 26. gr. liefur náð staðfestingu nógu margra,
þá mundi fara um staðfestingu á öllum breytingum, sem þá
kynni að liafa verið löglega samþykktar, en ekki hafa þá náð
staðfestingu, eftir liinum nýju ákvæðum 26. gr., þó þannig,
að 22 mánaða fresturinn lilyti að teljast frá þeim degi, er
hretyingin um þenna frest gekk í gildi. Og ársfresturinn hlyti
þá einnig að miðast við þann dag', er sú breyting gekk í gildi,
ef það var ekki samtímis hreytingunni um 22 mánaða frest-
inn, en anðvitað annars frá lokum lians. Þessi atriði, um
verkun hreytinganna til liðins tíma, skipta t. d. máli, ef brevt-
ingarnar á 26. gr. skyldu ganga í gildi fyrr en breytingarnar
á 16. gr. sáttmálans.
V. 1. Sáttmáli Þjóðabandalagsins er samningur milli ríkja
eða þjóðfélaga með sjálfsstjórn. Það verður því að skýra hann
með sama liætti og aðra slika samninga. Það hefur verið sagt,
að sáttmálinn væri bæði lagalegt og pólitiskt skjal, og því
mætti ekki skýra hann mjög stranglega eftir orðunum. En
það er um hann sem um önnur skjöl að segja, að reyna verð-
ur að fá úr orðum hans skynsamlega niðurstöðu, sem vitan-
lega má ekki fara í bága við orð hans, því að ef leyfilegt væri
að skýra hann öðruvísi, þá væri skýrandinn kominn út á
mjög hála braut, og í rauninni allt öryggi farið. Og jafnvel
þótt sýnt væri, að höfundar sáttmálans hefðu viljað segja
annað en orðin, þannig skýrð, sýna, þá er hæpið að fara eftir
þeirra vilja, því að þeir meðlimir handalagsins, sem síðar
gengu í það, hafa að sjálfsögðu mátt treysta því, að sáttmál-
inn yrði skilinn og skýrður með venjulegum liætti, og það
væri ósanngjarnt að gera þá kröfu til þessara meðlima banda-
lagsins, að þeir hefðu kvnnt sér svo þann vilja höfunda sátt-
málans, sem kann að koma í hága við orð hans, að þeir ættu
að vera bundnir við liann.
2. Annað atriði er það, hver bær sé, svo að bindandi sé fyrir
meðlimi bandalagsins og starfsmenn, að skýra sáttmádann.
Ef eittlivert atriði í sáttmálanum er óljóst eða leggja á inn í
orð hans annað en það, sem í þeim, rétt skildum, felst, og fá
skal skjTÍngu, sem hindi alla meðlimi handalagsins nú og
síðar, þá verður ekki álitið, að aðrir geti gefið út slíka lög-