Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Page 55
51
Enn má nefna 17. gr. sáttmálans í þessu sambandi. Liggur
eflaust í ákvæðum hennar réttur til handa félögum bandalags-
ins, ef þeir lenda í deilu við aðilja utan handalagsins, til þess
að snúa sér til ráðsins með skvrslu um málið, og beiðni um,
að það taki það til meðferðar. Og vernd til handa félaga felst
í því, að sá ulanbandalagsaðili, sem ekki sætir tilboði ráðs-
ins um að gera um deiluna, telst bafa unnið til liarðræða af
bandalagsins bálfu, ef hann grípur til vopna gegn félaga þess,
er deiluna bar undir ráðið, eða hlítir ekki aðgerðum ráðsins
eftir að hann hefur gengizt undir meðferð þess á málinu.
4. Auk þessara tilvika, sem beinlínis eru nefnd í sáttmál-
anum, liefur það orðið títt, að meðlimir bandalagsins hafa
snúið sér til þess i ýmsum öðrum vandamálum sínum. Aust-
urríki, Ungverjaland, Grikkland o. fl. riki hafa t. d. snúið sér
til ráðsins í fjárkröggum sínum og vegna flóttamanna. Ráðið
liefur gert ráðstafanir til hjálpar, bæði um útvegun lána og
annað. Um framkvæmd samninga um verndun minnihluta
þjóðerna hafa iðulega komið kvartanir til Þjóðabandalags-
ins, og befur það meðal annars það sérstaka hlutverk að sinna
þeim málum. Yfirleitt eru engin takmörk sett um það, í livaða
málum, er varða skipti út á við, félagar bandalagsins geti
leitað til þess. Þeir eru jafnan taldir hafa rétt til þess, svo
framarlega sem málið getur með nokkru móti talizt heyra
undir verksvið bandalagsins. Og þörfin lætur ekki sníða sér
þröngan stakk í þessu efni.
5. Það leiðir af ákvæðum 18. gr. sm., að hver félagi banda-
lagsins á rétt á því, að fá samninga sina skrásetta á skrifstofu
þess og birta opinberlega svo fljótt sem auðið er. Og ekki er
heldur efi á því, að bandalagið mundi hjálpa meðlimum sín-
um eftir föngum til að losna við samninga, sem þeim væru ó-
hagstæðir eða stofna friðinum í hættu, sbr. 20. og 21. gr. sátt-
málans.
III. Enginn félagsskapur getur haldizt, nema ýmsar skyld-
ur vegna hans hvíli á félögunum. Hvíla því að sjálfsögðu
margar skyldur á félögum handalagsins vegna þess að þeir
eru í því. Eins og annarsstaðar er vikið að (5. gr. I.), eru þess-
er skyldur þó vafalaust ekki svo víðtækar, að félagar banda-
lagsins verði taldir hafa glatað fullveldi sínu með þvi að
ganga i það. Skyldurnar leggjast á þá þegar er þeir hafa gerzl
félagar, án þess að þeir þurfi að liafa undirritað neitt heit um
að gangast undir þær eða efna þær sérstaklega, sbr. þó 2. m-
gr. 1. gr. um herbúnaðinn. Ekki þurfa þeir heldur að undir-