Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Qupperneq 59
55
ara, sem liafa slíkar lendur undir stjórn sinni. Eftir e-lið s.
gr. skuldbinda félagar bandalagsins sig til að gera nauðsvn-
legar ráðstafanir til að tryggja frjáls og réttlát viðskipti og'
samgöngur bverir við aðra. Þessi skvlda befur ekki verið
rækt, nema að litlu lejdi, eins og kunnugt er. Sjaldan hefur ó-
frelsi í viðskiptum landa sín á milli verið á friðartimum
meira en nú er, og' ástandið í þessum efnum virðist ekki vera
betra meðal meðlima Þjóðabandalagsins en annara. Þá er
félögum bandalagsins skylt samkvæmt e-lið 23. gr. að taka
þátt í milliríkjaráðstöfunum til varnar sjúkdómum. Loks
skuldbinda félagar Þjóðabandalagsins sig til þess samkvæmt
25. gr. sm. að stuðla að stofnun og starfsemi Rauða-kross-fé-
laga bver í landi sínu, og annara slíkra stofnana, réttilega
viðurkenndra, sem liafa að markmiði bætur á lieilbrigðishátt-
um, varnir við sjúkdómum og linun á þjáningum sjúkra
manna.
Allar eru skuldbindingar þær, er í 23. gr. segir og hér voru
nefndar, fremur siðferðilegs eðiis en lagalegs. Bandalaginu
mundi erfitt að gæta þess, að þær yrði að öllu vel efndar,
enda eru þær svo óákveðnar, að slíkt mundi einatt orka tvi-
mælis.
9. gr.
Með hverjum hætti aðili fer úr Þjóðabandalaginu.
I. Enginn gerist félagi Þjóðabandalagsins, nema með yfir-
lýstum vilja sínum. I samræmi við það er, að engum verður
lialdið í því gegn yfirlýstum vilja sínum. Ennfremur liefur
bver félagi bandalagsins gengið i það og' bundið sig eftir sátt-
mála þess, eins og bann var þá. Það væri eflaust óhepijilegt,
ef liver einstakur félagi bandalagsins gæti með synjun sinni
lieft allar breytingar á sáttmálanum, en liitt væri engu síður
liart, ef aðili, sem teldi slíka breytingu óviðunandi, yrði samt
allt af bundinn við liana. Loks má vera, að félagi brjóti svo
verulega félagssskvldur sínar, að gagnslaust eða jafnvel óvið-
eigandi eða hættulegt þyki, að láta hann lialda áfram að vera í
félagsskapnum. Með þessi atriði fvrir auguin liafa höfundar
sáttmálans sett fyrirmæli í bann um þau tilvik, er félagi leys-
ist úr bandalaginu.
II. Aðili hættir að vera félagi Þjóðabandalagsins með
þrennum bætti:
1. Fyrir úrsögn sína. 2. Fyrir yfirlýsingu sína um, að liann