Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 61
57
á aðili líka þenna tíma kröfu til verndar eftir 10. gr. sm.,
kröfu til aðgerða í málum sínum eftir 12., 13. og 15. sbr. 17.
gr. o. s. frv. En í samræmi við framanskráð hljóta þá einnig
félagsskyldurnar að hvíla á aðilja nefndan tíma, um tillög til
bandalagsins, um aðgerðir samkvæmt 10.—13. og 15.—17. gr.
sm. og um efndir á skvldum samkvæmt 18., 20., 23. og 25.
gr. bans. Þar á móti mun varla verða litið svo á, að lionum
sé skjdt að taka þátt í störfum bandalagsins samkvæmt 8. gr.
III. Á.
Af því, sem nú hefur sagt verið, mætti vel vera, að aðilja,
sem liefur birt áform sitt um að fara úr bandalaginu, yrði
vikið úr því á tveggja ára frestinum. Og gæti hann þá ekki
gert réttindi sín gildandi eftir brottvikninguna, né heldur
gæti bandalagið þá krafið efnda á félagsskyldum. Þar að auki
er mögulegt, að aðili, sem liefur sagt sig úr bandalaginu, gæti
neytt réttar samkvæmt 2. mgr. 26. gr. sm. til að fara úr banda-
laginu á oftnefndum tveggja ára fresti.
Að tveggja ára frestinum liðnum er aðili þó ekki formála-
laust farinn úr félagsskapnum. Skilvrði fvrir því eru ennfrem-
ur þessi tvö: a) Að hann hafi þói fullnægt öllum milliríkja-
skuldbindingiim sínum, og b) öllum skuldbindingum, er á
honum lwíla samkvæmt sáttmálanum.
a) Það er heldur kynlegt, að Þjóðabandalagið skuli gera þá
kröfu, að aðili Iiafi fullnægt öllum milliríkjaskuldbinding-
um sínum. Það er fyrst og fremst sýnilegt, að Þjóðabandalag-
ið getur ekki baft gæzlu á slíku. Þesskonar skuldbindingar
geta t. d. falizt í gömlum samningum eða venjum milli ein-
stakra ríkja, og getur bandalagið varla látið rannsaka slíkt
til hlitar. Það er ekki lieldur kunnugt, að mikill reki hafi
verið að því gerður, að sannreyna, hvort félagi, sem liefur
sagt sig úr bandalaginu, liafi fullnægt þessu ákvæði. Líklega
mundu skipti aðilja við önnur ríki varla koma til greina í
þessu sambandi, nema viðkomandi ríki gæfi handalaginu
skýrslu um þau og óskaði atbeina þess til fullnægingar
skyldunni. Það væri líka undarlegt, ef Þjóðabandalagið færi
ótilkvatt að blanda sér í slík skipti, ef til vill fvrir aðilja utan
bandalagsins.
En svo eru ýms önnur atriði. Margar milliríkjaskyldur
standa um langan aldur og eru efndar smám saman. Aðrar
skal ef til vill inna af bendi i einu lagi, en seinna, eða þegar
liitt ríkið innir eitthvað af liendi, eða þegar einhver skildagi
rætist o. s. frv. Skvlda er í þessum tilvikum fyrir hendi, en
8