Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Síða 71
67
Á ráðsfundi liafa konur enn þá víst alls ekki verið sendar og
á þingið varla, nema sem varamenn. A þessar samkomur
fara aðallega lielztu stjórnmálamenn hvers aðilja, en svo
skammt er síðan konur tóku að taka virkan þátt i stjórnmál-
um, að tiltölulega fáar þeirra iiafa enn gerzt atkvæðamiklir
stjórnmálamenn. Meðal dómara Haagdómsins er enn þá
engin kona, en nokkrar konur starfa á skrifstofu dómsins.
IV. í 395. gr. Vers. samninganna segir, að starfsmenn skrif-
slofu vinnumálastofnunarinnar skuli, að svo miklu leyti sem
það sé samrímanlegt starfsemi hennar, velja meðal ýmsra
þjóðerna. I sáttmála Þjóðabandalagsins er ekkert samskon-
ar ákvæði. En takmark bandalagsins er samstarf milli sem
flestra ríkja, og því liefur þegar frá öndverðu verið talið
æskilegt, eftir því sem unnt væri, að menn af se.m flestum
þjóðernum störfuðu í stofnunum handalagsins. í fjölda
nefnda og við dómstólinn i Haag' liljóta menn af mismunandi
þjóðernum að starfa. En bæði er það, að í stofnunum banda-
lagsins er opinbert ritmál og talmál enska og franska, og svo
það, að stórveldin og önnur meiri liáttar riki, sem i banda-
laginu eru, liafa fleirum hæfum mönnum á að skipa en smá-
ríkin, og svo loks bitt, að þau nmnu telja sig vegna meiri
áhrifa og hærri árstillaga eiga kröfu til að leggja til menn i
mest virðu embættin og að eiga fleiri menn i þjónustu banda-
lagsins, enda er það svo, að England og' Frakkland eiga þar
langflesta menn, að Svisslandi undanskildu, sem hefur lagt til
mjög marga menn, einkum í lægri stöðurnar, og kemur það
víst af því, að þeir eru kunnugri landsháttum í Svisslandi en
útlendingar. Jafnvel menn úr rikjum, sem ekki eru i banda-
laginu, hafa verið starfsmenn á skrifstofum þess, aðallega þó
menn frá Bandaríkjum Norður-Ameríku.
V. Meðal stofnana Þjóðabandalagsins og starfsdeilda verð-
ur að greina á milli:
A. Stofnana þess í þrengri merkingu. Þar til teljast:
1. Þing Þjóðabandalagsins.
2. Ráð Þjóðabandalagsins.
3. Skrifstofa Þjóðahandalagsins.
4. Ýmsar aðstoðarstofnanir og starfsdeildir. Þar til heyra:
1. liinar svo nefndu „teknisku“ stofnanir (hagfræði- og fjár-
málastofnun, samgöngumálastofnun, heilbrigðismálastofn-
un). 2. Hinar föstu nefndir (hermálanefnd, mandatanefnd-
in, nefnd um andlega samvinnu milli þjóða, nefnd um vernd-
un harna og unglinga, ópíumsnefndirnar tvær, fjárhags-eftir-