Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Síða 91
87
kosti þrisvar á ári, en oft kom það oftar saman, t. d. 11 sinn-
um árið 1920. Samkvæmt nýju þingsk. á ráðið að lialda fundi
fjórum sinnum á ári, 3. mánudag í janúar, 2. mánudag i maí,
3 dögum fyrir þingið og enn jafnskjótt sem kjör til ráðsins
hefur farið fram á þinginu. Svo skal aukasamkomur lialda
eftir kröfu eins eða fleiri meðlima bandalagsins, shr. 1. mgr.
11. gr. sm., og eftir ákvörðun forseta ráðsins, t. d. vegna rnála
eftir 15., 16. eða 17. gr. sm. Forseti getur og frestað samkomu
eða flýtt um viku, ef þess er heiðzt, og lætur liann fram-
kvæmdarstjóra tilkynna það viðkomendum í tækan tíma.
Forseti síðustu samkomu kallar þá næstu saman, en ef hans
missir við, þá sá, sem var forseti næst á undan, og svo koll
af kolli. Framkvæmdarstjóri kveður ráðið saman eftir 1. m-
gr. 11. gr. sm.
3. Samkomustaður ráðsins er á heimili handalagsins, en
meiri hluti ráðsins getur ákveðið annan stað, 3. mgr. 4. gr.
sm., 2. gr. þingsk. Eftir að heimili handalagsins var ákveðið
í Genf, hefur ráðið venjulega lialdið þar fundi sina, en þó
stundum annarstaðar (i Briissel, Paris, London).
4. Forsetadæmið kemur til skiptis á meðlimi ráðsins eftir
upphafsstaf í lieiti þeirra á frönsku og í stafrófsröð. Stýrir
því sinn maður hverri samkomu, reglulegri sem aukasam-
konni. Ef forseti forfallast, meðan samkoma stendur yfir, er
valinn forseti til liráðahirgða. Framkvæmdarstjóri er einnig
til aðstoðar ráðinu, 4. mgr. 6. gr. sm., og skrifstofa bandalags-
ins. Síðasti forseti ráðsins annast milli samkomna þess þau
mál, er að kalla, þar á meðal nauðsvnlegar ákvarðanir um
fjármálefni, er svo verða lagðar fvrir þing, ef það á úrlausn
þeirra, kvaðningu til næstu samkomu o. s. frv.
5. Framkvæmdarstjóri gerir skrú yfir mál þau, sem ætlazt
er til, að til umræðu komi, og samþykkir forseti hana. Þar
skulu talin öll slík mál og svo framsögumenn (rapjjorteurs)
þeirra, ef unnt er. Skrána skal venjulega senda meðlimum
ráðsins að minnsta kosti 3 vikum fyrir fund, nema dagskrá
fjórðu samkomunnar, því að þá eru meðlimir ráðsins við-
staddir á þinginu, og ráðið lieldur þá samkomu fvrirvara-
laust. Brevtingar á málaskrá skal tilkynna meðlimum ráðs-
ins, en samþvkkt er hún til hlítar á fvrsta fundi. Báðið getur
þó hætt nýjum málum á skrá, sem má þá ekki ræða fyrr en
á næsta fundi.
6. Ráðið setur venjulega ekki nefndir úr sínum hópi til að
athuga málin, heldur er þeim eftir efni sinu dreift á fulltrú-