Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 96
92
falin svo mörg störf í hinum og þessum heimildum á við
og dreif.
Ráðið er skipað færri mönnum en þingið. Þetta gerir ráðið
starfhæfara, að öðru jöfnu, og fljótvirkara. Ráðið kemur oft-
ar saman en þingið. Ráðið getur því tekið vandamálin til með-
ferðar svo að segja jafnskjótt og þau koma upp, og' haldið
áfram meðferð þeirra nokkurn veginn eftir því, sem þörf
gerist. Þess vegna hefur ráðið aðstöðu til að hafa meiri álirif
á gang vandamála þeirra margra, sem svo að segja árlega
koma fvrir, og' stundum þurfa skjótra aðgerða. Áhrif banda-
lagsins standa þvi og falla að miklu leyti með áhrifum og
valdi ráðsins. Gengi bandalagsins mun langmest fara eftir
því, hvort því tekst höfuðverkefni sitt, að afstýra ófriði, en
þar á ráðið eftir öllu skipulagi handalagsins langmestan þátt
að liverju sinni. Og i því efni verða mestu kröfurnar gerðar
til ráðsins, meðal annars af því, að þar hafa stórveldin tekið
sér fast sæti.
Verkefnum ráðsins má til glöggvunar skipta í ýmsar greinir
eftir því, liver störfin eru:
A. Störf, er varða skipulag og starfsemi Þjóðabandalagsins
og stofnana, sem slarfa í samhandi við það:
a. Ráðið hefur ákvæðisvald um lieimilisfang Þjóðabanda-
lagsins, 2. mgr. 7. gr. sm.
b. Um störf ráðsins í sambandi við þing Þjóðabandalags-
ins vísast til 11. gr. II. 2. og 3. og' III. 1., 2., 4. og 7.
c. Störf um skipulag ráðsins sjálfs, sjá II. og III. að framan.
d. Störf varðandi skrifstofu bandalagsins, sjá 13. gr. að
neðan.
e. Afskþiti af vinnumáladeildinni, sjá 15. gr. að neðan.
f. Störf viðkomandi Haagdóminum, sjá 16. gr. að neðan.
g. Um afskipti ráðsins af fjármálum handalagsins, sjá 17. gr.
h. Ráðið getur ákveðið, að skrifstofur eða nefndir sam-
kvæmt 3. mgr. 24. gr. sm. verði kostaðar af bandalaginu, sjá
nánar 25. gr. V. að neðan.
i. Ráðið hefur eftirlit með hinum „teknisku“ stofnunum
handalagsins samkvæmt ályktun ráðsins 19. maí 1920 og
þingsins 9. des. s. á.
í. Ráðið kveður til þeirra millirikjastefna, sem haldnar eru
að tilhlutun Þjóðahandalagsins, og samningar gerðir á þeim
standa undir vernd þess. Sem dæmi slikra stefna má nefna
samgöngumálastefnuna í Barcelona 1923, fundina í Genf 1930
og 1931 um samræming vixil- og tékkalaga.