Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Síða 122
118
Slíkar tillögur þurfa fyrsl % atkvæða fulltrúa á þinginu,
staðfestingu allra þeirra félaga Þjóðabandalagsins, sem sæti
skipa í ráði þess, og % hluta allra meðlima Þjóðabandalags-
ins, þar i taldir meðlimir bandalagsráðsins, 422. gr. Vers.
sanm. Vinnumálaþingið liefur liér samskonar blutverk sem
Þjóðabandalagsþingið um sáttmálabreytingar eftir 26. gr. sm.
Samkvæmt 422. gr. Vers. sm. virðast allir meðlimir bundnir við
breytingar þannig gerðar, og þeir geta þvi ekki sagt sig úr
félagsskapnum, þótt þeir vilji ekki aðhyllast breytingarnar,
með sama hætti sem segir í 26. gr. Þeir verða þá að segja sig
úr Þjóðabandalaginu samkvæmt 3. mgr. 1. gr. sm., ef þeir
vilja með engu móti lilíta breytingunni.
Um eftirlit með þuí, að haldnir séu samningar þeir, er bind-
andi eru orðnir, eru allrækileg ákvæði í 408. gr. Vers. sanm.
og þar á eftir. Meðlimirnir eiga að senda vinnumálaskrifstof-
unni árlega skýrslu um ráðstafanir gerðar í því skyni eftir
fyrirmynd, er vinnumálaráðið ákveður. Bæði önnur riki og
svo sambönd vinnuveitenda og vinnuþiggjenda geta sent
kartanir sinar um vanefndir ríkisstjórnar á ákvæðum samn-
inga um vinnumál. Ef ríkisstjórnin bætir ekki um, þá getur
vinnumálaráðið leitazt við að jafna málið, en ef það tekst
ekki, getur það sett rannsóknarnefnd (commission d’enquéte)
í það, er svo rannsakar það og gerir tillögur sinar, er sendar
verða framkvæmdarstjóra, en hann sendir þær aftur til við-
komandi rikja. Ef þau fallast ekki á tillögur nefndarinnar,
geta þan lagt málið fyrir dóminn í Haag, er kveður upp fulln-
aðardóm um málið. Hann getur fellt, breytt eða samþykkt
tillögur nefndarinnar og eftir atvikum nefnt þær ráðstaf-
anir fjármálaeðlis, er taka megi upp gagnvart aðilja, sem ekki
hlýðnast úrskurðinum. Eftir það er öðrum ríkjum rétt að
fara svo að, sem dómurinn hefur greint. Ef aðili telur sig
síðar liafa fullnægt úrskurði dóms eða tillögum rannsókn-
arnefndar, getur hann fengið skipaða nýja nefnd, er rann-
saki, hvort liann liafi fullnægt dómi eða tillögum rannsókn-
arnefndar.
B. Vinnnmálaráðið er skipað 12 fulltrúum ríkisstjórna. Þar
af skulu 8 nefndir af stjórnum þeirra ríkja, er mestan iðnað
eru talin liafa, og sker ráð Þjóðabandalagsins úr því, ef með
þarf. Það hefur tekið þessi ríki til nefningar þessara fulltrúa:
Belgíu, Þýzkaland, Frakkland, Bretland, Irland, Ítalíu, Japan
og Bandaríkin. En meðan þau ganga ekki í stofnunina, fær
Danmörk sætið. Hinir 4 fulltrúar ríkisstjórna í ráðinu eru