Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Síða 123
119
valdir af stjórnum þeirra ríkja, sem vinnumálaþingið ákveð-
ur. Ennfremur er ráðið skipað öðrum 12 fulltrúum, er vinnu-
málaþingið velur, 6 sem fulltrúa vinnuveitenda og aðra 6
fulltrúa vinnuþiggjanda. Sitja þvi alls í ráði þessu 24 fulltrú-
ar. Á vinnumálaþinginu í Genf 1922 var samþykkt tillaga um
að fjölga fulltrúum í ráðinu í 32, 16 stjórnkjörna og aðra 16
kjörna á vinnumálaþinginu, sinn helminginn úr livorum
flokki, atvinnuveitenda og atvinnuþiggjenda. En þessi breyt-
ing liefur ekki lilotið staðfestingu nógu margra enn til þess,
að hún hafi komið til framkvæmdar. Kjör í ráðið gildir 3 ár.
Ráðið nefnir forstjóra vinnumálaskrifstofunnar og setur lion-
um erindisbréf. Hann ber ábyrgð gagnvart því, og það liefur
vfirstjórn skrifstofu hans. Það kemur saman eftir ákvörðun
sjálfs síns, velur sér forseta og setur sér þingsköp og tekur
ákvarðanir með einföldum meiri liluta, 393. og 394. gr. Vers.
sm. Það gengur frá fjárhagsáætlun stofnunarinnar, sem hefur
aðskilinn fjárhag skrifstofu Þjóðabandalagsins, sbr. 7. gr. fjár-
málareglug. handalagsins, eftir að forstjóri skrifstofunnar
og þar til kjörin nefnd liefur gert frumvarp að henni, og er
það síðan sent skrifstofu Þjóðabandalagsins og þar farið með
það sem einn hluta af fjárhagsáætlun þess. Vinnumálaráðið
skipar alls 11 nefnclir til rannsóknar málum, er það liefur til
meðferðar: Fjárhagsnefnd (Commission du budget), 2. Þing-
skapanefnd (Commission de réglement), 3. Tungumálanefnd
(Commission pour la question des langues), 4. Olíuiðnaðar-
nefnd (Commission des conditions de travail dans l’industrie
huilére), 5. Vefnaðariðjunefnd (Commission des conditions
de travail dans l’industrie textile), 6. Atvinnuleysisnefnd
(Commission de chómage), 7. Nefnd til rannsóknar Þjóðfé-
lagsbyrðum (Commission pour l’étude des charges sociales),
8. Fólksflutninganefnd (Commission des migrations), 9. Úti-
búanefnd (Commission des hureaux de correspondence), 10.
Nefnd til rannsóknar vinnulaunum og framfærslukostnaði
(Commission des recherches concernant les salaires et le
cóut de la vie) og' 11. Undirnefnd til undirbúnings ráði iðn-
aðarmanna (Souscommission préparatoire de l’artisanat).
C. Vinnumálaskrifstofan. Hún hefur yfirleitt framkvæmda-
störf vinnumálastofnunarinnar, likt og skrifstofa Þjóða-
bandalagsins hefir framkvæmd á samsvarandi störfum þess.
Forstjóri vinnumálaskrifstofunnar og undirforstjóri svara til
framkvæmdarstjóra og varaframkvæmdarstjóra. Forstjórinn
iiefur 75 þús. gullfranka í árslaun, en undirforstjóri 60 þús.,