Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Síða 127
123
un slíks dóms. Samkvæmt þessu setti ráðið þegar á fundi sín-
um í febrúar 1920 nefnd 10 lögfræðinga. Þar af var einn
Japani, tveir Ameríkumenn og liinir úr ýmsum löndum Ev-
rópu. Þessi nefnd kom saman í Haag í júní s. á. og lauk störf-
um sínum í lok júlímánaðar s. á. Frumvarp nefndarinnar var
rætt á fundum ráðsins í ágúst og október s. á., og lauk það
þá meðferð þess af sinni hálfu. Eftir 14. gr. sm. skyldi ráðið
svo leggja frumvarpið fyrir meðlimi bandalagsins. Var þetta
framkvæmt þannig, að frumvarpið var lagt fyrir þingið og
rætt þar í des. 1920 og samþvkkt þar, lítið breytt, 13. sm.
Síðan var frumvarpið sent stjórnum félaga Þjóðabandalags-
ins til staðfestingar, og í september 1921 böfðu nægilega
margir þeirra staðfest það til þess, að dómstóllinn gæti tekið
til starfa. Skij)ulagsskrá dómsins er samningur milli allra
þeirra aðilja, sem bafa staðfest hann, og henni verður því
ekki breytt, nema samþvkki þeirra allra fáist til þess, og liún
liefur því í rauninni meiri helgi á sér en sjálfur sáttmáli
bandalagsins. Þeir, sem gengið bafa í bandalagið eftir að
dómstóllinn tók til starfa, verða lika sjálfsagt bundnir við
skipulagsskrána, því að þeir bafa gerzt félagar bandalagsins,
eins og það var þá. Og því verður skipulagsskránni ekki
iieldur breytt án þeirra samþykkis.
Úrsögn úr bandalaginu þarf ekki að bafa í för með sér
missi þátttöku i dómstólnum. Aðrir en félagar bandalagsins
geta orðið þátttakendur i lionum. Við skipulagsskrána var
tengdur „protokoll“ 16. des. 1920, þar sem svo segir, að þeir,
er staðfesta liann, undirgangist að láta ákveðin mál sín fara til
dómsins. Bandaríkin liöfðu að vísu átt mann í 10 manna
nefndinni, en þau gengu ekki að „protokollnum" fyrr en 1926,
með þeim skilyrðum meðal annars, að þau fengju mann i
dóminn, sem aðrir þátttakendur í honum, að breytingar á
skipulagsskránni yrðu ekki gerðar, nema með samþykki allra
samningsaðalja, og að þau gætu leyst sig undan honum, hve
nær sem þau vildu. Að þessu var gengið. Sýnir þetta, að það
er ekki sjálfgefið, að þátttakendur í dóminum þurfi að vera
í Þjóðabandalaginu.
II.l. Heimili dómsins er i Haag, 22. gr. skiplskr. Hann kom
fyrst saman í janúar 1922, og hefur starfað þar síðan.
2. Dóminn skvldu uppliaflega skipa 11 fastir dómendur og
4 varadómendur, en þing bandalagsins getur, samkvæml til-
lögum ráðsins, fjölgað föstu dómendunum í 15, 3. gr. skpl-
skr. Samkvæmt þessari heimild var föstu dómendunum