Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Síða 152
148
lima ráðsins og fulltrúum félaga bandalagsins, sem hafa
vegna sérstakra ástæðna öðrum fremur hagsmuna að gæta.
Auk þess liafa Bandaríkin frá uppkafi og Sovjet-Rússland
síðan 1927 átt fulltrúa i nefndinni. Afvopnunarráðstefnan
hófst loks i Genf í febrúar 1932, var svo frestað, en tekin upp
aftur 1933. Þýzkaland gerði þá kröfu til jafnréttis um lier-
búnað við aðra félaga bandalagsins. Þessu var synjað, svo
að Þýzkaland lauk þátttöku sinni í afvopnunarráðstefhunni
og tilkvnnti áform sitt um að fara úr bandalaginu, meðan
það fengi ekki jafnrétti við aðra félaga þess. Þannig stend-
ur málið nú. Það er ekki vitað enn, hvernig afvopnunarráð-
stefnunni reiðir af.
Þegar ráðinu þykir tími til kominn, sem væntanlega verð-
ur ekki fyrr en séð er um niðurstöðu afvopnunarráðstefn-
unnar, á það að leggja lierbúnaðar-frumvarp samkvæmt 2.
mgr. 8. gr. sm. fyrir aðilja sjálfa lil vfirlits og athugunar. Nú
er hugmyndin sú, að ná samkomulagi á afvopnunarráð-
slefnu og' að fá þar undirskriftú' aðilja undir samning uni
takmörkun herbúnaðar, sem svo verður eftir ákvörðun ráðs-
ins leitað staðfestingar viðkomandi ríkja á með venjuleg-
um bætti. Ráðið getur ekki skyldað neinn félaga bandalags-
ins til að ganga að nokkrum ákvæðum um takmörkun her-
búnaðar bjá sér, hvort sem ráðið gengi sjálft frá tillögum í
þá átt eða legði til grundvallar það samkomulag, sem kynni
að nást á afvopnunarráðstefnu. Ef ráðið sjálft tekur málið
til umræðu, þá verður sjálfsagt að bjóða aðiljum, sem ekki
skipa sæli í ráðinu, að laka þar sæti, samkvæmt 5. mgr. 4.
gr. sm., meðan hermál hans vrði þar rædd. Hann mundi þá
eiga þar atkvæði og gæti því fellt tillögu með atkvæði sínu
um herbúnað sjálfs sín. En sennilega kemur ekki til þess,
að ráðið taki málið nokkurn tíma til umræðu í einstökum
atriðum, heldur verði reynt að komast að samkomulagi á af-
vopnunarráðstefnum eða sérstökum milliríkjaþingum þeirra,
sem vilja taka þátt í þeim. En hvort sem þessi leiðin eða hin
er farin, þá verður enginn aðili skuldbundin til að takmarka
lierbúnað sinn, nema hann sjálfur samþykki það. Ef sam-
komulag' yrði á milliríkjaþingi, þá yrði tekið fram í því, live
nær sá samningur skyldi ganga í gildi milli þeirra, sem
staðfest hefðu hann. En ef ráðið gengi frá frumvarpi, sem
svo vrði lagt fyrir aðilja, þá mundu þeir að eins verða
bundnir við samþykki sitt á því, ef hinir samþykkja það
líka fvrir sitt leyti, nema ráðið liefði sett einhver önnur fyr-