Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 185
181
andi fólks er þar talin einn þátturinn í að tryggja friðinn. Ann-
ars vísast hér til 15. gr. að framan.
24. gr.
Ráðstafanir til að bæla niður styrjöld.
1. 1. Eins og áður er sagt, bannar sáttmálinn almennt ekki
stvrjöld milli ríkja, þótt revnt sé að koma í veg fyrir hana.
Og stundum er stvrjöld eftir sáttmálanum eigi aðeins leyfð,
lieldur er það tilgangur hans, að styrjöld verði liafin. En þá er
takmarkið allt að einu að liefta hafið stríð eða knýja aðilja
til að fullnægja skyldu, sem á honum hvílir.
2. Þau alvik, er í 1. greinir, eru þessi:
a) Eftir niðurlagi 10. gr. sm. gerir ráðið tillögu um ráðstaf-
anir til að bæla niður árás á hendur einhverjum aðilja banda-
lagsins. Þær tillögur geta verið í þá átt, að félagar handa-
lagsins komi með liðsafla til lijálpar þeim, sem fyrir árás
verður.
h) Ef bandalagsfélagi gripur til vopna gegn öðrum félaga
þvert ofan í skuldbindingar sínar samkv. 12., 13. og 15. gr.
sáttmálans, þá skal hann talinn hafa framið vopnað frum-
lilaup á hendur öllum félögum þess, og ráðið á þá að gera
tillögur til þeirra um það, að þeir leggi fram her til aðfarar
gegn honum til að knýja hann til að fullnægja skyldum sín-
um, 16. gr. sm. 1. og 2. mgr. En brot aðilja eru fólgin í þvi:
aa) Að liann hefur gripið til vopna án þess að leggja deilu-
mál undir dóm, í gerð eða fyrir ráð Þjóðabandalagsins, sbr.
12. gr. 1. mgr.
bb) Að hann grípur til vopna áður en 3 mánuðir eru liðnir
frá uppkvaðningu gerðar, dóms eða útgáfu skýrslu um málið,
sbr. 12. gr. 1. mgr. og' 15. gr. 6. og 7. mgr.
cc) Að aðili gípur til vopna gegn aðilja, sem tjáir sig una
við úrlausn gerðar eða dóms á máli þeirra, 4. mgr. 13. gr. sm.
dd) Að aðili grípur til vopna gegn félaga bandalagsins, sem
lýsir sig munu una við einróma samþykkta skýrslu ráðsins
um málið, 6. mgr. 15. gr. sm., eða skýrslu þingsins, einróma
samþykkta eða samþykkta af öllum meðlimum ráðsins og
meiri liluta hinna, 10. mgr. 15. gr. sm.
c) Ef aðili utan handalagsins lendir í deilu við bandalags-
félaga og gengst undir að láta ráðið fara með málið, þá skal