Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Page 200
196
V. Starfsemi í þarfir flóttamanna, herfanga, til hjálpar í
hallærnm, i fjármálaimndræðum o. fl. í sáttmála bandalags-
ins eru ekki bein ákvæði í þessar áttir, en það er vitanlega í
anda lians, að bandalagið láti slík mál til sín taka. Og í þess-
um efnum liefur það unnið mörg nytsemdarverk.
a. Grískir flóttamenn (Sjá 14. gr. II. A. i. 3.). Til viðbótar því,
sem fyrr er sagt, skal þess bér getið, að fyrir atbeina Þjóða-
bandalagsins að miklu leyti bafa flóttamenn þessir fengið
styrk til jarðræktar, búsbygginga og iðnaðar í Makedóníu og
víðar i Grikklandi. Miklar lendur hafa verið þar ræktaðar
og mörg þorp byggð, þar sem áður voru auð lönd og' órækt-
uð. Árið 1928 og áður böfðu nær 36 þúsund liús verið reist
yfir flóttamenn þessa að tilhlutan nefndar þeirrar, sem
Þjóðabandalagið liafði falið framkvæmd þessara mála af
sinni liendi. Fatnaði, matvörum, læknislyfjum og áhöldum
til atvinnurekstrar hefur verið úthlutað til flóttamanna þess-
ara, sem flestallir voru allslausir. Heilljrigðismálastofnun
bandalagsins lagði þessu fólki til lækna, áður en þvi var
komið niður, því að mjög var það kvellisjúkt í bráðabirgða-
skýlum þeim, sem það varð að hafast við i. Grikkland varð
að taka fvrirvaralaust við vfir 1 miljón manna, þar af mikill
meiri liluti konur og börn, en hafði sjálft um 6 miljónir íbúa
fyrir. Svarar það hér um bil til þess, ef Island skvldi með
þessum bætti taka fvrirvaralaust við 18 þúsundum allslausra
manna, kvenna og barna, og sjá þeim farborða.
b. Búlgarskir flóttamenn (Sjá 14. gr. II. A. i. 4).
c. Rússneskir flóttamenn. Arið 1920 taldist svo til, að um
hálf önnur miljón rússneskra flóttamanna, se.m aldrei áttu
afturkvæmt til Rússlands, liefðust við í ýmsum öðrum lönd-
um Evrópu, karlar, konur og börn, flestallt algerlega bjarg-
arlaust fólk, heimilislaust og atvinnulaust. Þá skarst ráð
Þjóðabandalagsins í málið og' fól dr. Nansen forstöðu fyrir
hjálparslarfsemi vegna fólks þessa. Ýms ríki og' góðgerða-
félög lögðu fram fé og mannafla til að koma bjálparstarf-
seminni í framkvæmd. Aðalskrifstofa var sett á stofn (Nan-
sens-skrifstofan), se.ni Þjóðabandalagið hefur árlega lagt fé
til, og hjálparskrifstofur i flestum löndum Mið- og' Austur-
Evrópu, og' alvinnuráðningar-skrifstofur. Og lieldur starfið
enn áfram. Talsverðu af fólki þessu var hjálpað til að kom-
ast til Ameríku og svo hefur því verið dreift um flest Austur-
og Mið-Evrópu-löndin.
d. Flóttamenn úr hinnm fornn löndnm Tyrkja (Armeníu-