Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 215
211
Þjóðabandalagsins uin lausn á deilum þeirra á milli, þá getur ráðið
neytt allra ráða og gert atlar þœr tillögur, sem lagaðar þykja til þess
að koma í veg fyrir vopnaviðskipti og til þess að jafna deiluna.
18. gr.
Sérhver milliríkjasamningur eða milliríkjaskuldbinding, sem ein-
hver félagi Þjóðabandalagsins hér eftir gerir, skal tafarlaust skrá-
settur á skrifstofu þess og birtur svo fljótt sem unnt er. Enginn slíkur
samningur eða skuldbinding skal vera bindandi fyrr en skráning
hefir farið fram.
19. gr.
Þingið getur við og við skorað á félaga bandalagsins að taka til
íhugunar af nýju milliríkjasamninga, sem ekki verður lengur fylgt, og
annað ástand milliþjóðaeðlis, er stofna kynni heimsfriðnum í liættu,
ef það héldist óbreytt.
20. gr.
1. Félagar Þjóðabandalagsins viðurkenna það hver fyrir sig, að
sáttmáli þessi nemi úr gildi allar skuldbindingar og samkomulag
þeirra á meðal, sem ósamrímanlegar eru fyrirmælum hans, og skuld-
binda sig hátíðlega til þess að gera hér eftir enga þess konar samn-
inga.
2. Nii hefur einhver félaga bandalagsins tekið á sig skuldbindingar
ósamrímanlegar fyrirmælum sáttmálans, áður en hann gekk í banda-
lagið, og skal hann þá tafarlaust gera ráðstafanir til þess að leysa
sig undan slíkum skuldbindingum.
21. gr.
Milliríkjaskuldbindingar, slíkar sem gerðarsamningar og stað-
bundnar samþykktir, svo sem regla Monroes, sem miða til þess að
friður haldist, eru ekki taldar ósamrímanlegar nokkrum fyrirmæl-
um sáttmála þessa.
22. gr.
1. Um meðferð á nýlendum og lendum þeim, er í styrjaldarlok
hafa hætt að vera undir forræði þeirra rikja, er áður stjórnuðu þeim
og byggð eru af þjóðflokkum, scm eigi eru enn færir til sjálfstjórnar,
meðan núverandi erfiðleikar haldast, skal eftir þeirri meginreglu fara,
að menningarríkjum skal vera það heilög skylda, að stunda velferð
og þroskun þessara þjóðflokka, og þykir hlýða að taka í sáttmála
þenna ákvæði til tryggingar því, að skylda þessi verði efnd.
2. Bezta ráðið til þess að koma meginreglu þessari í framkvæmd
er að fela forræði þessara ])jóðflokka menningarríkjum, sem hæf-
ust eru vegna velmeganar sinnar, reynslu eða hnaltlegu til þess að
takast þenna vanda á hendur og vilja líka gera það. Þau skulu fram-
kvæma forræði þetta sem umboðsmenn (mandatories) Þjóðabanda-
lagsins og í nafni þess.
3. Forræði þessu skal vera varið með ýmsum hætti, eftir þroska-
stigi viðkomandi þjóðflokks, hnattlegu lendunnar, fjárhagsástandi
hennar og öllum öðrum svipuðum kringumstæðum.
4. Sum þjóðfélög, sem áður töldust til Tyrkjaríkis, hafa náð þeim
þroska, að lil bráðabirgða má viðurkenna sjálfstæði þeirra með þeim