Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 6
Konan.
FRELSI! - FRELSI! - JAFNRJETTI!
Það heróp hefur kveðið við unr allar aldir og um allan
heim.
Og mikið hefur áunnist. — Miklar eru þær breytingar
og byltingar, ekki síst á sviði konunnar, hvar sem hún er
í sveit sett, ung eða gömul, bæði í heimilislífinu og at-
hafnalífinu.
Ölil kúgun er, sem betur fer, úr sögunni. — Það er frelsi
í orðum og athöfnum, frelsi til stöðuvals, frelsi til ment-
unar, frelsi, þegar stofnað er til hjúskapar. — Það er ómet-
anlegt að mega njóta hæfileika sinna, svo margvíslegir
sem þeir eru, mega sjálfur velja og hafna. — Það þroskar
mann, stælir viljann.
En það er vandi, útheimtir mikinn þroska að sjá fótum
sínum forráð, taka rjettar ákvarðanir. — Vandinn var
minni og lífið einfaldara, þegar þeir eldri hugsuðu fyrir
mann, tóku ákvarðanir, framkvæmdu.
Á þeim tíma var heimilið sterkt, óbifanlegt, órjúfanleg
heild, máttarstoð þjóðfjelagsins. — Og þær gömlu, sem
þar rjeðu ríkjum, vantaði ekki fótfestu, stóðu ekki ráð-
viltar. Þær áttu jafnvægið í ríkum mæli, vegna aldagam-
allar venju og hátta.
Nú er heimilið víða laust í reipunum, oft í upplausn
vegna utanaðkomandi álirifa. — Byltingin var svo ör,
ekki síst á sviði konunnar, að þess er ekki að vænta, að
búið sje að átta sig þegar í stað, enda er mörg nnga stúlk-
an óráðin, óviss, ráðvilt, og tvístígur í öllu þvarginu. —
Því fer sem fer, að þær fylgja straumnum, láta berast með
honum, það er hægast og vandaminst. — Og í því efni
sýnist það algengast og ómótstæðilegast að yfirgefa lieim-
ilin, ieita í bæina, oft stefnulaust fálm, bara flan! — Fara
á markaðinn! — (Sbr. orðaskifti milli stallsystra, sveita-