Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 24
22 Hlín
að hvílast í skála frú Lauridsen á erfiðri göngu lífs síns.
Frú Lauridsen giftist 1911, skólastjóra Peter Dam, en
misti hann árið 1918. — Studdi ‘hann konu sína í umfangs-
miklu starfi hennar þau ár, er þau nutu samvistar.
Mörg áhugamál átti frú Lauridsen önnur en skólamál,
sem of langt yrði upp að telja, og mig brestur kunnug-
leik á. — Hún var þannig skapi farin, að henni fanst sjer
ekkert óviðkomandi, er snerti velferð þjóðarinnar.
Hún var einlæg bindindiskona, og eitt sinn, er henni
fanst drykkjuskapur keyra úr liófi, og landar sínir nota
kornið um of til brennivínsframleiðslu, þá skrifaði hún
öllum prestskonum í landínu og fór fram á, að þær mót-
mæltu því með sjer, að korn væri notað í áfengi.
Það ætti að nota í brauð.
Eftir þessa stuttu dvöl í Ankerhus, fanst mjer jeg vera
talsvert ríkari en áður, og hefði kosið að mega vera þar
talsvert lengur og fræðast af þessari hugprúðu konu, sem
mjer varð strax svo hugstæð. — En þess var ekki kostur.
Nú er hún horfin, konan hjartahreina, sem ávalt var
viðbúin að starfa öðrum til blessunar.
Hún fjekk hægt andlát á heimili sínu í Ankerhus 5.
júlí 1957, þegar jörðin hennar stóð í fullum blóma. —
Þrem dögum seinna var hún borin til grafar, að kirkju-
staðnum Pjetursborg, hinumegin við Pjetursborgarvatn-
ið, á kyrlátu kvöldi, um það bil, er sól gekk til viðar. —
Hún hafði mælt svo fyrir, að jarðarförin færi fram í kyr-
þey og án allrar viðhafnar. — Þegar kistan hennar var
borin út, voru allir nemendur skólans saman komnir í
garðinum, klæddir vinnufötunum sínum, og sungu „Fög-
ur er foldin". — Og svo hjelt líkfylgdin áfram til kirkju-
staðarins.
Allir ,sem fylgdu „móðir Mögdu“ til grafar, báru blóm-
vönd eða sveig í 'hendi, það var hinsta kveðjan til forustu-
konunnar hugsjónaríku, er stofnaði og stjórnaði stórum
skóla og heimili í meira en hálfa öld. Lítill þakklætisvott-
ur fyrir örugga 'handleiðslu og fagurt fordæmi.