Hlín - 01.01.1958, Page 89
Hlin
87
ÁSKORUN TIL BÚNAÐARSAMBANDANNA
Á NORÐURLANDI.
Stjórn Samband norðlenskra kvenna hafði fund með sjer í
Baðstofu Hjeraðshælisins á Blönduósi 6. febr. 1958 og samþykti
svohljóðandi tillögu:
„Fundurinn skorar á Búnaðarsamböndin innan S. N. K., að
styrkja með fjárframlögum leiðbeiningar í garðyrkju á heimil-
um, hvort heldur væri með plöntuuppeldisstöðvum á heimilum,
sem væru þess umkomin, eða með umferðaleiðbeiningum.
Við treystum því, að háttvirt Búnaðarsamband sjái sjer fært
að styrkja þessa viðleitni, og láti Kvennasambandið innan sinn-
ar sýslu njóta þessarar hjálpar, því þörfin er brýn að auka og
bæta garðyrkjuna á fjelagssvæðinu.
Þess má minnast, að áður fyr styrkti Búnaðarfjelag íslands
garðyrkjuna árum saman, og rjeðu konur yfir þeim styrk. —
Einnig má minnast þess, að Kvenfjelagasamband íslands
styrkir ekki garðyrkjuna.“
Þessi tillaga var send öllum formönnum Búnaðarsambanda á
fjelagssvæðinu. — Svipuð tillaga var samþykt á fundi S. N. K.
í Strandasýslu í júní 1958.
STEFÁN STEFÁNSSON, skólameistari.
Með þökk og virðingu frá nemanda.
Við gröf þína er bjart og blámaartgan,
þú brostir, er nefnd var hin íslenska jörð.
Yfir iróðri vors lands þú éekst á vörð,
og gafst um hann þekkiné daginn langan.
Þá kendir unfjum íslenskt bíómamál
og ást til landsins lagðir þeim í sál.
Haf þökk og lotning þeirra, sem þú kendir
og þyrsta i framsókn út í lífið sendir!
Andinn lifir, þó hold sje hey!
Gróa mun á gröf þinni „Gleym mjer ei“.
H. D.