Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 12
10
Hlin
andaðist á Bessastöðum 1867. — E£tir dauða lians voru
þær mæðgur búsettar í Reykjavík.
Á þeim árum reis merkileg og voldug þjóðræknisalda
fyrir áhrifavald Sigurðar Guðmundssonar málara, sem
um þetta leyti kom heim frá Danmörku eftir 11 ára dvöl
þar í landi, fullur brennandi áhuga um öll framfaramál
lands og þjóðar. — Sigurður hjelt því fram, og færði all-
gild rök fyrir, að öll eymd landsmanna: Fátækt, heilsu-
leysi og óþrifnaður væri búningunum að kenna. — Þóttu
það mikil tíðindi, sem von var. — Hann fór eldi um hugi
manna í þessu búningsmáli og ótrúlega langt náði sá eld-
ur að brenna, alt til ystu stranda og instu dala.
Það var óhætt að segja, að Sigurður var brennandi og
skínandi lampi, eins og sagt var um annan umbótamann,
löngu liðinn.
Guðrún Gísladóttir barst inn í þessa vakningaröldu, og
varð ein af framámönnum samtíðar sinnar í þeim efnum,
og að þeim áhrifum bjó liún alla æfi.
Það er eiginlega stórmerkilegt fyrirbrigði, að þetta
búninga-mál skyldi fara svo eldi um hugi kvenna í land-
inu, sem raun varð á.
Það er alkunnugt, að nokkrar ágætar konur í Reykja-
vík, og þar fremst í flokki Hólmfríður Þorvaldsdóttir,
kona Jóns Guðmundssonar, ritstjóra, tóku höndum sam-
an við Sigurð um endurbætur á íslenska hátíðabún-
ingnum.
Það virðist svo sem konurnar hafi skilið Sigurð best.
„Konur um alt land tóku tillögum Sigurðar með
gleði," segir í bók um Sigurð málara eftir síra Jón Auð-
uns, „og það er undravert, hve honum tókst á skömmum
tíma að umskapa klæðaburð kvenfólksins í landinu."
Það var varla svo fátæk vinnukona, að hún ekki legði
fram alla krafta sína til þess að eignast búninginn. — Ung
stúlka hjer í Húnavatnssýslu, sem var vinnukona á stór-
býli einu hjer í sýslu, vildi fyrir hvern mun eignast bún-