Hlín - 01.01.1958, Side 108
106
Hlin
harðstjórn, þangað færum við ekki. — Jeg fjekk að ráða
því, tók tímakenslu, eins og þá var siður.
Það var eiginlega merkilegt fyrirbrigði, að móðir mín,
sem var svo sterk, svo ráðagóð og svo vitur, að hún Ijet
mig ráða í öllu mínu brölti, fyr og síðar, við nám og
ferðalög, einnig, þegar um hjúskaparmál var að ræða.
(Þar sá jeg, fram eftir öllum aldri, ótal ljón á veginum.)
í öllum smærri atriðum hlýddi jeg móður minni skil-
yrðislaust, enda líka óhætt að treysta á hyggindi hennar
og úrræði. — En það er víðsýni hennar og frjálslyndi, sem
jeg met mest.
Ó, hvað jeg er henni þakklát fyrir að hún lofaði mjer
að ráða á úrslitastundum. — Frelsið hefur gert mjer lífið
gæfuríkt-
Svona liðu þessi ár í áhyggjuleysi, glaum og gleði.
Við fluttum úr leiguherberginu.
Móðir mín eignaðist hús sjálf og stundaði sjálfstæða
atvinnu.
En það er önnur saga.
Halldóra lijarnadóttir
BÆN.
Þig vil jeg lofa, og þig vil jeg biðja,
þig, sem eit trúaðra styrkur og hlíf:
Veittu mjer krafta, að verk, sem jeg iðja,
verði þjer helguð, og gjörvalt mitt líf!
Drottinn í hæðunum, dýrðin sje þjer!
Daganna stjórnari, liknaðu mjer!
Blessaðu land mitt og blessaðu aíla
blessunar hendi, sem hjarta mitt ann,
láttu í skaut þeirra farsældir falla
fleiri, en biðjandi nefna jeg kann!
Jón Thoroddsen 1859.