Hlín - 01.01.1958, Page 57
H lin
55
en þar er líka andlega fæðu að fá, sem er lífsskilyrði
hverjum manni.
Mestu listamenn heimsins í ljóðlist, tónum, málara- og
liögglist hafa sótt viðfangsefni sín í Ritninguna. — Aldrei
verður sá brunnur uppausinn. — Öll hafa þessi snildar-
verk lyft hugum og hjörtum þjóðanna til hæða, og svo
mun enn verða.
Það er ekki vansalaust, að mentaðar konur, sem kallað
er, þekki ekki innihald bestu bókar heimsins, fegurstu
sálma og Passíusálmana ódauðlegu.
Margir miklir menn hafa látið svo um mælt, að aldrei
fái þeir fullþakkað möður sinni, sem ljet þá læra valda
kafla úr Ritningunni í æsku.
Margar gamlar, íslenskar konur, hef jeg heyrt liafa til-
tækar greinar úr Kverinu sínu, sem veitti þeim styrk í
sorg og gleði.
Margar ungu stúlkurnar, sem í skólana koma, hafa
ekki orðið fyrir neinum kristilegum áhrifum í barnæsku:
Guðsorð aldrei haft um hönd á heimilum þeirra, ljeleg
kensla í kristnum fræðuin í barnaskóla, margir kennarar
eru frábitnir þeirri námsgrein og kenna með hangandi
hendi. — Fermingarundirbúningur er lítill og víða ljeleg-
ur, aldrei farið í kirkju, unglingaskólarnir veita þar enga
fræðslu.
Það er mikið talað um það nú, að þjóðin sje að af-
kristnast, og ýmsra ráða leitað. — Margt er nefnt til úr-
bóta, t. d. kristilegt ungmennastarf.
Skólarnir kvarta mest um það, að prestarnir gefi sjer
ekki tíma til að kenna kristin fræði í kvennaskólunum,
eða þeir sjeu svo fjarri, að það sje ekki hægt að ná til
þeirra.
En ekkert sýnist vera því til fyrirstöðu að fá æfða krist-
infræðiskennara, konur eða karla, til að kenna þessa
námsgrein. Jeg geri ráð fyrir að þeir sjeu engu síður færir
um það en prestar, óvanir kenslu.
Ekki hef jeg heyrt betri kristindómskenslu, lijer á landi,