Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 84
82
Hliri
hreðkur, hvítkál, blómkál, grænkál, spínat, blaðsalat, höf-
uðsalat, steinselja, dill og ertur. — Ennfremur ýmsar fjöl-
ærar tegundir svo sem: Rabarbari, piparrót, graslaukur
og skarfakál.
Gulrótum þarf að sá snemma, helst ekki síðar en um
mánaðarmót apríl—maí. — Fræið er alt að þremur vikum
að spíra, og það rná sá því, þó klaki sje enn í jörð. Einnig
má sá gulrótum að haustinu, og gera það margir.
Dragist sáning að mun fram í maí, vegna hríða og
frosta, má flýta fyrir spírun með því að leggja fræið í
bleyti í 2—4 daga, þurka síðan lítið eitt á pappírsblaði,
eða blanda því saman við þurran sand, áður en því er
sáð.— Því fyr sem gulræturnar koma upp að haustinu, því
stærri gulrætur fáum við að haustinu. — Frændur okkar,
Norðmenn, segja, að einn dagur að vorinu jafngildi einni
viku að haustinu. — Hvort þetta á við hjer hjá okkur,
veit jeg ekki, en mjer er nær að halda að svo sje.
Hirðingin er aðallega grisjun, sem nauðsynleg er til
þess að við fáum stórar gulrætur.
Allan garðinn þarf að arfahreinsa og losa um yfirborð
moldarinnar við og við. — Vökvun er nauðsynleg, ef
þurkar eru langvarandi.
Steinselju sáum við um leið og gulrótum. — Steinselju-
fræið þarf álíka langan tíma til spírunar. — Hún vex hægt
til að byrja með, en seinni lduta sumars myndar hún
dökkgrænar breiður í garðinum. — Steinselju má ekki
vanta í nokkum garð, og hana ætti að bera á borð alla
daga ársins.
Gulrófum og rauðrófum má ekki sá fyr en klaki er all-
ur farinn úr moldinni, því annars geta þær trjenað. —
Gulrófurnar eru viljugar að vaxa, og það eru rauðrófurn-
ar líka, ef þær fá nægilegan áburð og gott vaxtarrými.
Hvítkáli og blómkáli má sá í kassa inni og planta því
út í vermireit og þaðan í garðinn. — En jeg tel það henta
best hverju meðalstóru heimili að fá plöntur frá uppeld-
isstöð, þegar tími er kominn til að planta út í garðinn. —