Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 77
Hlin
75
fyrsta grasgarðinn í Ameríku. — Hann var bóndi og kvek-
ari og framúrskarandi ræktunarmaður. — Hann hjelt
uppi brjefaskriftum við ýmsa fremstu garðyrkjumenn Ev-
rópu og fjekk frá þeim fjölda tegunda, sem nú eru orðnar
algengar, og sendi þeim í staðinn fræ og plöntur. — Hann
var einhver sá fyrsti, sem vann að jurtakynbótum í
Ameríku.
Áhugi fyrir garðrækt hefur aukist mjög síðustu tvær
aldimar, og nú eru víða um heim grasgarðar og tilrauna-
stöðvar, þar sem gerðar eru kynbætur jurta og vandað er
mjög úrval nýrra og eldri blómategunda. — í dag sjáurn
við í görðunum árangur ræktunarmannanna, sem hafa
tekið við plöntunum viltum frá þeim, sem fundu þær
víðsvegar í fjarlægum löndum, kynbætt þær og ræktað
með nákvæmu úrvali og blöndun, stundum í mörg ár,
uns jurtirnar voru sendar á markaðinn senr valin garð-
blóm, þá oft orðin ólík upprunalegu móðurplöntunum.
Hinar ýmsu tegundir matjurta hafa einnig tekið mikl-
um stakkaskiftum. — Ennþá finst vilt á Miðjarðarhafs-
ströndinni káltegundin Brassica Oleracea, sem frá eru
kornnar margar þær tegundir matjurtakáls, sem nú eru í
ræktun eins og t .d. Rósakál, Blómkál, Grænkál, Höfuð-
kál, Kálrabi o. fl. — Við margra alda ræktun og kynblönd-
un hafa hin ýmsu afbrigði orðið svona mismunandi og
fjölbreytt.
Mörg fögur skrautblóm er hægt aS rækta með góðum árangri
hjer heima á íslandi, bæði fjölær, tvíær og einær — og hjer
koma nokkur, sem auðvelt er að fá til að dafna:
Fyrstu blómin, sem skreyta garðana á vorin, eru ýmis lauk-
blóm. — Mörg þeirra eru fjölær hjer. — Þau eru sett niður á
haustin og aðalreglan er að setja svo djúpt, að moldarlagið sje
þrisvar sinnum þverskurður lauksins. — Þó eru undantekning-
ar frá þessari reglu, t. d. vepjuiiljur, sem setja á dýpra. —
Laukana á helst að setja niður svo snemma að haustinu, að þeir
hafi 6—8 vikna tíma fyrir frost til að mynda rætur. — Septem-
bermánuður og fyrstu dagar október er góður tími.