Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 110
108
Hlin
Þá var samkomuhús Templara nýreist af grunni, sem
er enn bæjarprýði og sómir sjer vel sem samkomuhús
bæjarins. — Þar var leikið, sungið og erindi flutt. — Guð-
mundur á Sandi, og margir fleiri, bæði í bænum og úr
nágrenninu, þreyttu þar sína mælskulist og leiddu saman
hesta sína. — Fult hús fram á nótt, kvöld eftir kvöld.
Þá var mannval mikið í bænum, auk þeirra sem þegar
eru nefndir: Fyrst skal frægan telja síra Matthías, þjóð-
skáldið, elskulega og ástsæla, sem öllum fremur setti svip
á bæinn. — Þá var þar Páll Briem, amtmaður, framfara-
maður mikill og umbótamaður, og síðar Guðlaugur,
sýslumaður, skörungurinn mikli, sem meðal annars ljet
sjer mjög ant um leiklistina. — Þar var síra Geir, sem feg-
urst söng, sóknarpresturinn. — Guðmundur Hannesson,
hjeraðslæknirinn, sá ágæti mannvinur, og síðar Stein-
grímur Matthíasson, mikill áhugamaður og læknir mik-
illi. — Báðir rituðu þeir mikið í blöð og gáfu út bækur.
Þá voru blöðin. Ritstjórar þeirra voru engir aukvisar:
Einar Hjörleifsson Kvaran, Ingimar Eydal, Sigurður
Hjörleifsson og Jónas Þorbergsson. (Einnig Erlingur og
Jón Stefánsson.) — Þá var Oddur Björnsson nýkominn frá
Danmörku með nýtísku prentvjelar og fullur af áhuga
um bókaútgáfu, sem brátt efldist.
Leiklistin, sem lengi hefur verið eftirlæti Eyfirðinga,
átti hauk í Iiorni þar sem var Páll Jónsson Árdal. — Þá
var þarna líka Margrjet Valdemarsdóttir, sú ágæta leik-
kona, ein Iiin fjölhæfasta á því sviði á landinu á þeim
árum.
Bankamenn voru fjölhæfir og mikilhæfir menn: Friðrik
Kristjánsson, Júlíus Sigurðsson og Bjarni frá Unnarholti,
sá góði, glaði maður.
Þá þótti hátelhaldið vera í góðum höndum þar sem
Vigfús var Sigfússon, með sínar fríðu dætur. — Kvenna-
skóli Eyfirðinga fluttist um þetta leyti frá Laugalandi í
bæinn, ekki spilti það bæjarlífinu. — Þá þótti Lyfjabúðin
í góðum höndum Odds apótekara Thorarensens.