Hlín - 01.01.1958, Page 66
r.4
Hlin
halds íslenskri tungu og þjóðerni. — Jeg minnist þess,
þegar jeg var um fermingu, að haldinn var íslenskur skóli
í kirkjunni okkar. — Kennarinn var síra Friðrik J. Berg-
mann, sem lagði ríkan skerf til viðhalds íslenskri tungu
hjer í bæ. — Síra Björn J. Jónsson flutti framúrskarandi
góðar ræður, bæði á stólnum og á samkomum. — Ferða-
lýsingar hans voru skáldlegar og opnuðu mönnum nýja
heima í íslenskri tungu. — Síra Jónas A. Sigurðsson var
ágætur kennimaður á íslensku og þar að auki skáld. —
Og allir, sem hlustuðu á síra Steingrím Thorláksson, og
þektu hann, veita lionum viðurkenningu fyrir prestslegt
starf á íslensku.
Löngu áður en íslendingar tóku sjer bólfestu í Amer-
íku opnuðust skáldunum leið að fjársjóðum þjóðanna,
þar sem sálmarnir eru. — Sálmabækurnar okkar, bæði
hjer og heima á íslandi, bera þess vitni, að skáldin okkar
Iiafa notað sjer þetta. — Sálmar og söngur binda íslend-
inga saman, 'hvar sem þeir eru.
Frá því að „Framfari" var stofnaður, og síðar „Lög-
berg“ og „Heimskringla", hafa landar hjer haldið dauða-
haldi í sín íslensku vikublöð. — Íslendingar lesa
mikið og frjettablöðin, sem út koma vikulega, eru bráð-
nauðsynleg í hinu íslenska mannfjelagi. — Við stöndum
í mikilli skuld við þá, sem hafa strítt við að halda uppi
íslensku vikublöðunum okkar. — <Það er heiður fyrir ís-
lendinga vestan hafs að hafa haldið uppi íslenskum blöð-
um með frjettum frá heimalandinu nær því heila öld.
Faðir minn, Stefán Gunnarsson, var bróðursonur sfra
Sigurðar prófasts Gunnarssonar á Hallormsstað, en þeir
síra Sigurður Gunnarsson í Stykkishólmi og faðir minn
voru bræðrasynir. — Faðir minn hafði útsölu á blöðum
,frá íslandi fyrstu árin hjer, þar á meðal „ísafold". — Það
var mikill gestagangur hjá okkur á sunnudögum, þá söfn-
uðust karlar og konur saman, sem ekki fundu sig enn
algerlega heima í þessu nýja landi, hjartað var enn að
miklu leyti heima á íslandi.