Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 136
■
134 Hlin
upp snjó á vorin, og sóleyjarnar tóku að gægjast heiðgular upp
úr grænni grasbreiðunni, þá stóð Sigmundur oft úti á túninu
og horfði á hina fögru eign sína. — Bæri þá svo við, að bát-
arnir hans allir, átta talsins, liðu fram hjá honum í sólskininu
úti á firðinum, þá hafði margur ástæðu til að öfunda hann og
óska sjer í hans spor. — Og þó mundi varla neinn hafa viljað
skifta við hann, ef hann hefði getað skygnst inn í hjarta hans og
sjeð hvað þar bjó.
Því að Sigmundur var ekki glaður, þó honum virtist ganga
alt að óskum. — Hann hugsaði oft með sjálfur sjer: „Handa
hverjum er jeg að raka saman peningum? — Handa hverjum
kaupi jeg jarðir? — Handa hverjum læt jeg smíða reisulegan
bæ? — Jeg er einn — aleinn!“
Þá ljek þessi sami óánægjusvipur um varir hans, sem fældi
fólkið hans frá honum, svo það gekk þegjandi fram hjá honum
til vinnu sinnar.
En dugnaðarmaður var hann og starfsamur, hagsýnn þar sem
ráða þurfti og snar þar sem á þurfti að taka. — Menn leituðu
því ávalt til hans, þegar eitthvað lá á, en af því óx stórlæti
hans, svo að hann varð stundum ráðríkur um skör fram og
jafnvel harðbrjósta. — Einkum kom þó þetta fram í fátækra-
málum, því hann ljet til sín taka öll sveitarmálefni eins og
annað. — Markaði hann þá alla af sjálfum sjer, hafði hann
byrjað með litlu en orðið stórríkur. Hjelt hann því fram, að
fátæktin væri svo að segja ávalt sjálfum manni að kenna. —
Oft var það, að hann ljet aumingja synjandi frá sjer fara, en
tók ekki eftir því, hversu oft óhapp getur viljað til, jafnvel
hinum mestu ráðdeildarmönnum.
Það var einn dag um miðsumarsleytið, að Sigmundur stóð
úti fyrir smiðjudyrum. — Hann heyrði þá hundgá út við tún-
garðinn, og rjett á eftir sá hann mann koma gangandi heim
tröðina.
Það var ókunnugur maður og auðsjáanlega langt að kominn.
— Broddstaf hafði hann í hendi, treyjunni hafði hann varpað á
bak sjer og þverpoka bar hann um öxl. — Hann var í vað-
málsbuxum og ljósbláum sokkum, með barðastóran flókahatt
á höfði, allan upplitaðan af regni og sólskini.
„Sæll vertu,“ sagði maðuxánn.
„Guð blessi þig,“ sagði Sigmundur. — „Hvað heitir maður-
inn og hvaðan kemur hann?“
„Ari heiti jeg og kem að austan með bi’jef og kveðju til þín
frá Vigfúsi á Brekku.“ — Hann hnepti frá sjer treyjunni og tók •