Hlín - 01.01.1958, Side 133
H'lin
131
Sigmundur í Nesi.
Sólin var að setjast. — Lengst í vestri gnæfði jökullinn við
loftið, gullintyftur og himinhár. Það var eins og hann stæði
einn sjer út í reginhafi, því fjallgarður sá, er jökullinn er yst á,
var svo lágur og langt burtu, að hann hvarf í geisladýrðinni út
við sjóndeildarhringinn, er sólin brosti í síðasta sinn.
Snjórinn huldi fjöll og marraði undan fæti. — Það var blæja-
logn og frostmikið og alt var kyrt og þögult, eins og gröfin
sjálf, þegar rökkva tók.
Þá sáust loksins lengst út á firði svartir smádílar, það voru
bátarnir, sem komu að, og það leið ekki á löngu, þangað til
áraglamm heyrðist í kvöldkyrðinni.
Það fór nú að lifna á nesinu. — Þar stóðu margir bæir í
hvirfing, en alt var svo snævi þakið, að varla hefði mátt greina
bæina frá snjósköflunum, ef ekki hefði glórað í gluggana. —
Niður frá bæjunum lágu troðningar, og þeir sortnuðu nú af
konum og börnum, er hlupu niður í fjöruna, til að færa háset-
unum hressingu, er þeir komu að sjóvelktir.
Það tók þungt undir í mölinni, þegar bátarnir voru settir, því
aflinn var góður. — Fiskunum var varpað í land, og hrúgurnar
urðu stórar í samanburði við hlutatöluna. — Menn voru glaðir
og gamansamir, er veiðin var svo góð. — Fiskarnir blikuðu eins
og silfur í tunglsskininu, og það leit svo út sem máfana langaði
í, því þeir flögruðu hingað og þangað hátt í lofti yfir fiskihrúg-
unum.
En einn var það af sjómönnunum, sem engan þátt tók í gleð-
inni, og var þó formaður á bátnum, sem mest hafði aflað. —
Það var Sigmundur. — Hann sá að Sigríður brosti eigi til sín,
heldur til Vigfúsar, sem var yngri bróðir Sigmundar, og þetta
vissi hann reyndar fyrirfram. — En hvað hún var fljót að hella
á bollann handa Vigfúsi — eins og engum öðrum en honum
væri kalt eftir sjóvolkið.
Sigmundur var að skifta aflanum, og kastaði hann þá þorski
svo hart niður í sandmölina, að hún þyrlaðist upp, og vantaði
ekki mikið á að hún hrykki framan í þau Vigfús og Sigríði. —
Ofurlítill steinmoli hrökk upp í kinnina á gamalli kerlingu,
9*