Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 83
Hlin
81
lega, nema þar sem hita megi gróðurreiti og garða með
hveravatni.
Víst er um það, að við heitu uppspretturnar liefur
margt stórvirkið verið unnið, en við megum ekki festa
hugann of mjög við það. — Við verðum að gera okkur
1 jóst að rækta má fjölda margar tegundir matjurta í köld-
um jarðvegi í flestum eða öllum bygðarlögum landsins.
Hjer ættum við, húsmæðurnar, að hefjast handa og
koma upp rúmgóðum matjurtagörðum við hvern bæ og
hvert býli á íslandi, yfirleitt allss'taðar þar sem því verður
við komið í sveitum og bæjum. Það trúir því enginn, fyr
en hann reynir sjálfur, hve mikið fæst upp úr matjurta-
garði í góðri rækt.
Ekki þurfum við að fálma okkur áfram í óvissu um ár-
angur, því við eigum kost á hinum bestu leiðbeiningum
í fræðsluritum og bókum. Jeg leyfi mjer að nefna sjer-
staklega „Matjurtabókina" eftir Ingólf Davíðsson, sem
Gai'ðyrkjufjelag íslands gefur nú út, aukna og endur-
bætta.
Við þurfum einnig að vinna að því, að komið verði
upp uppeldis- og plöntusölustöðum senr víðast, helst í
hverri sýslu.
Ennfremur að ráðið verði hæft fólk til þess að ferðast
um á sumrin og veita leiðbeiningar í garðrækt. Það er
talið sjálfsagt, að Búnaðarfjelögin styrki umferðakenslu
og plöntusölu með fjáiframlagi.
Á vetrum er einnig brýn þörf á ýmislegri fræðslu í
jressu efni, því þegar vorið og sumarið kemur, verður að
vera búið að hugsa fyrir öllu, og fá það, sem til þarf. —
Sumartíminn er of dýrmætur til þess að eyða hoiium í
það að bíða eftir fræsendingum o. s. frv. — Margvíslegur
undirbúningur getur farið fram að vetrinum, svo garð-
yrkjan geti hafist strax og moldin er orðin þíð og hægt
er að vinna garðinn.
Eftirtaldar grænmetistegundir ættu að vera ræktaðar
í hverjum matjurtagarði: Gulrætur, spínat, rauðrófur,
6