Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 82
80
Hlin
GARÐYRKJA.
Erindi flutt í „Sævangi“ í Strandasýslu á fundi S. N. K.
í júnímán. 1958 af Solveigu Benediktsdóttur, Blönduósi.
Ekki er hann nú stór hópurinn, sem hefur garðyrkju að
atvinnu á íslandi. — En þessi fámenna stjett hefur unnið
mikið og merkilegt brautryðjendastarf, og opnað augu
okkar fyrir því, hverju hið stutta, íslenska sumar fær
áorkað. — Hún hefur sýnt, að hjer má rækta fjölda nytja-
jurta og skrautblóma með góðum árangri. — iÞað er sem
sje ekki ýkja langt síðan, að fólk alment leit svo á, að í ís-
lenskri mold sprytti ekki annað en gras — og e. t. v. kar-
töflur og rófur í góðum sumrum.
Nú orðið má fá í verslunum nýtt, íslenskt grænmeti
alt sumarið og fram á vetur. — Enginn efast um nær-
ingargildi og hollustu grænmetis, en vegna hins háa
verðs, sem af ýmsurn orsökum verður á því að
vera, getur naumast verið unr almenna neyslu þess
að ræða. — Mikið fremur rná segja, að það sje yfirleitt
haft til bragðbætis og til skrauts á veisluborðum. — Al-
menn neysla grænmetis getum við fyrst talað um, þegar
það verður alment ræktað, og þá um leið notað daglega
til matar, alt árið um kring, að svo miklu leyti sem mögu-
legt er, og að svo miklu leyti sem menn sætta sig við að
vera grasbítir, en jrað eru, því miður, býsna margir, sem
ekki eru upp á það komnir ennþá.
Nýjar geymsluaðferðir gera okkur kleift að geyma
grænmeti um lengri tíma, án þess að það missi næringar-
gildi og bragð, svo að teljandi sje.
Oft heyrum við lærða garðyrkjumenn hvetja fólk til
að koma upp hjá sjer matjurtagörðum. — En þrátt fyrir
alt það sem við höfum sjeð og heyrt um þessi efni á und-
anförnum árum, virðist sú stefna enn vera talsvert út-
breidd, að á íslandi sje ekkert hægt að rækta neitt veru-