Hlín - 01.01.1958, Page 134
132
Hlín
sem var að taka í nefið. — „Hvað er þetta,“ sagði kerlingin, og
staulaðist burtu til að forða sjer háska, „ekki þarftu að láta
mig gjalda þess, þó hún Sigga vilji ekki sjá þig.“
Sigríður var „Ijóshærð og litfríð og ljett undir brún“, og ekki
meira en 18 vetra. — Hún var ekki eiginlega fríð, en hún var
vel vaxin, eins og íslenskar stúlkur oft eru, látbragðið blátt
áfram, hispurslaust og eðlilegt. — Hún var einkabarn fátækrar
ekkju á nesinu, voru þeir bræður, Vigfús og Sigmundur, vanir
að róa hjá henni um vertíðina. — Þeir voru annars bóndasynir
að austan, og bjó faðir þeirra á eignarjörð sinni, en jörðin var
erfið og þó lítil, þeim bræðrum var því nauðugur einn kostur,
að herða sig við heyskapinn á sumrin og sjóróðrana á veturna.
— Þetta var þriðja vertíðin, sem þeir höfðu róið á nesinu.
Ekki höfðu þeir bræður verið langa hríð hjá ekkjunni, áður
en kvisast tók um nesið, að þeim litist vel á Sigríði, dóttur
hennar, og þó höfðu þeir sjálfir, eins og eðilegt var, tekið fyrst
eftir því og vissu, að þeim þótti báðum vænt um hana. — Þetta
og þvílíkt ágreiningsefni milli bræðra er eins og ský á heiðum
himni, óðar en varir er hann skollinn á með byl. — Svona fór
líka með þá Sigmund og Vigfús. Það þurfti oft lítið út af að
bera til þess að þeir reiddust. Mest bar þó á þessu eftir það, að
atburður sá vildi til, er nú skal greina. — Var það annan vetur
þeirra á nesinu.
Það var eitt laugardagskvöld sem oftar, að vermenn stofnuðu
til bændaglímu nálægt bátunum. Þar voru margir knáir menn,
langaði þá mjög til að reyna sig, og var á mönnum glímu-
skjálfti, enda var til nokkurs að vinna, því margar laglegar
stúlkur horfðu á. — Ein af þeim var Sigríður. — Þeir bræðurn-
ir, Sigmundur og Vigfús, voru bændui', og tóku þeir loks sam-
an, þegar alt liðið var fallið af hvorum tveggja. — Allir voru
á glóðum, hvor hafa mundi, því báðir voru þeir bræður ágætir
glímumenn. Það var snörp glíma. — Sigmundur var reyndar
bæði hár og gildur, og var talinn tveggja manna maki að afli. —
Vigfús var aftur á móti fremur lítill vexti og grannvaxinn, en
enginn þurfti að þreyta við hann það, er til lipurleika kom, eða
snarræðis. — Hann var þannig besti sláttumaður og kleif
manna best í berg og hamra, en í glímu er mest komið undir
liðleik og snarræði. — Það var yndi á að horfa hvernig hann
glímdi. Stundum sveif hann upp í háa lofti eins og fuglinn
fljúgandi, og þó kom hann einatt standandi niður. — Gömlu
karlarnir, sem á horfðu, luku allir upp einum munni um fim-
leika hans, og þá þótti heldur ekki stúlkunum ónýtt að horfa á