Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 117
Hlin
115
lærði kvenlegar hannyrðir hjá einhverri listhæfri konu. —
Má mikið vera, ef þetta er ekki eina listræna uppeldið,
sem stefnt var að, vitandi vits, hjer á landi fyr á tímum.
(Úr formála bókarinnar eftir Kristján Eldjárn, þjóð-
minjavörð.)
„Á HEIMSENDA KÖLDUM".
Eftir Evelyn Stefánsson.
Fyrir nokkrum árum (1949) kom út merkileg bók, sem
jeg er hrædd um að minni gaumur hafi verið gefinn en
verðugt væri. — IÞað er bókin „Á heimsenda köldum“ eft-
ir eiginkonu Vilhjálms Stefánssonar, landkönnuðs. —
Merkileg og skemtileg bók, þýdd af Jóni Eyþórssyni á
ljett og lipurt mál. — Gefin út af prentsmiðjunni Odda
h.f., prýdd fjölda mynda og hin álitlegasta í alla staði.
'Þau hjónin ferðuðust, í boði ríkisstjómarinnar, um-
hverfis landið 1949, og var það fyrsta ferð frú Evelyn
hingað til lands. — Hún kom, sá og sigraði. — Skemtileg
og falleg kona, sem sómdi sjer vel við hlið víkingsins víð-
fræga.
Jeg var þeim hjónum samnátta á Svalbarði við Eyja-
fjörð, ásamt Guðmundi Grímssyni, dómara, þeim ágæta
manni. — Vilhjálmur var þarna að sækja heim föðurbróð-
ur sinn, Stefán óðalsbónda Stefánsson. (í hans góðu og
miklu húsakynnum hjeldum við Tóvinnuskólann í 9 ár.)
Þá hlotnaðist mjer þessi góða bók að gjöf frá frú
Evelyn. — Helst til lengi hefur það dregist að láta hennar
getið.
Frúin lýsir í bók sinni löndum þeim, sem liggja
„Norðan baugsins" (Heimskautabaugsins).
Hún getur þess í formála, að margar hendur hafi hjálp-
að til við þessa bók. „En mest á jeg að þakka eiginmanni
mínum, Vilhjálmi Stefánssyni, sem aldrei þreyttist á að
svara hinum þrotlausu spurningum mínum, benti á ým-
islegt, sem betur mátti fara í handritinu og vakti og
skerpti áhuga minn á löndunum „Norðan baugsins“.“
8*