Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 70
68
Hlin
Garðyrkja.-
GARÐRÆKT.
Eftir Sigurlaugu Árnadóttur, Hraunkoti í Lóni,
Austur-Skaftafellssýslu.
Um víða veröld er það algeng og mjög vinsæl iðja
fjölda fólks, að hlú að jurtum í garði, rækta hjá híbýlum
sínum bæði matjurtir og skrautjurtir sjer til gagns og
ánægju og til að fegra og prýða umhverfi sitt, og flytja
víðs vegar að úr heiminum.
Þeir sem eru áhugasamir um garðrækt geta verið þess
fullvissir, að J^eir eiga sálufjelaga um víða veröld. — Alt
frá Indíánum Andesfjalla, — sem á sínum tíma ræktuðu
kartöflur sem skrautjurtir í görðum sínum, — til Alaska,
— frá Eldlandseyjum til íslands, — frá Kína til Frakk-
lands. — í austri og vestri finnast áhugamenn um garð-
rækt. — Og þegar betur er að gáð, eru furðu margar sömu
tegundir í görðum á mjög mismunandi stöðum í heimin-
um. Það er nefnilega staðreynd, að fjölda margar jurtir
hafa mikla aðlöðunarhæfni, og Jrví eru það hreint ekki
innantóm orð, að í sæmilega f jölskrúðugum garði, jafnvel
hjer heima á íslandi, má sjá furðu marga fulltrúa úr
jurtaríki hinna ýmsu heimshluta. — Blómagarðurinn gef-
ur þannig í hnotskurn liugmynd um litskrúð fjarlægra
landa. — Það liggur við að hægt sje að segja, að við getum
haft hálfan heiminn fyrir augunum í garðinum okkar!
Fyrsta ræktun jurta í heiminum hefur vafalítið verið
gerð í því skyni að afla fæðu. — Það er líka sennilegt að
fyrsti vottur menningar hafi verið sá, að menn fóru að
velja úr, hlú að og flytja að híbýlum sínum vilta ávexti,
rætur, grös og æta lauka.
Talið er að margar þær jurtir, sem nú eru eingöngu