Hlín - 01.01.1958, Page 130
128
Hlin
um, þær voru ekki á marga fiska, jeg hef aldrei skáld verið. —
En þær eru svona:
Vorið er komið svo vermandi hlýtt,
það vefur oss örmum með kyrðina og friðinn.
Hver smárós í brekkunni brosir svo þýtt,
hún blikar og gleðst þar uns tíminn er liðinn.
Jeg lít yfir Vatnið mitt blækyrt og blítt
með blómskrýdda hólma og söng-fuglakliðinn.
Hver getur nú annað en glaðst við að sjá,
er glóey um háfjallatindana roðar,
og hljómurinn berst gegnum heiðloftin blá,
sem hamingju lífsins og dýrðina boðar.
Alt vefui' oss djarfa og drenglynda þrá,
það dáðríka afl, sem í hvívetna stoðar.
Ein mesta hamingja, sem mönnum hlotnast, er að vera fædd-
ur og dvelja æfi sína á fögrum stað. — Fyrir það er jeg gjafara
allra góðra hluta ósegjanlega þakklátur, eins og fyrir svo margt
og margt annað, svo sem fyrir þig, elsku systir!
Og nú óska jeg þjer af öllu hjarta Guðs blessunar á þessum
jólum og nýja árinu og allri þinni fjölskyldu óska jeg gæfu og
gleði!
Þinn elskandi bróðir
Valdemar Halldórsson, Kálfaströnd við Mývatn.